Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 190
BRÉF TIL FÉLAGSMANNA 1970
Eftirfarandi erindi var félagsmönnum sent í október 1970, og er ftar birt
ágrip af starfsskýrslu ársins:
I. Félagsbœkur 1970.
Félagsbækur Hins íslenzka bókmenntafélags árið 1970 verða:
1. Skírnir, 144. árgangur, 240 bls. að stærð.
2. Bókmenntaskrá Skírnis II, sem Einar Sigurðsson bókavörður hefur tekið
saman. Verður hún áföst við Skími, en með sérstöku blaðsíðutali eins og síð-
ast. Hún er 56 bls. að stærð.
Eru hækur þessar nú fullprentaðar og verða sendar félagsmönnum innan
skamms - eða í byrjun nóvembermánaðar.
Dreifingu þeirra verður hagað eins og undanfarin 2 ár: Þær verða sendar
ásamt póstkröfu um árgjaldið, sem ákveðið hefur verið kr. 650,00. Er það
nokkru lægra en síðastliðið ár, en þá fengu félagsmenn að vísu fleiri bækur,
svo sem lesa má í Skími 1969, bls. 268-269.
Telja verður, að þessi háttur á dreifingu Skírnis og fylgirita hans hafi gefizt
vel. Félagsmenn hafa langflestir bmgðizt vel við og vitjað ritanna í hlutað-
eigandi pósthús. Enn er þó þeirri eindregnu áskorun beint til félagsmanna, að
þeir láti ekki undir höfuð leggjast að sækja ritin, þegar er tilkynning berst frá
pósthúsi. Sparar það félaginu stórfé, eins og fyrr hefur verið sýnt fram á, og
léttir útgáfustarfsemina ótrúlega mikið.
II. Onnur bókaútgáfa 1970.
Auk áðurgreindra félagsbóka gefur félagið út á þessu ári eftirtaldar bækur:
1. Lærdómsrit Bókmenntafélagsins.
í þessum bókaflokki em út komnar eftirtaldar 5 hækur:
Albert Einstein: Afstæðiskenningin. Islenzk þýðing eftir Þorstein Halldórs-
son eðlisfræðing með inngangi eftir Magnús Magnússon prófessor. Verð með
söluskatti kr. 383,00.
Sigmund Freud: Um sálgreiningu. Islenzk þýðing eftir Maiu Sigurðar-
dóttur sálfræðing með inngangi eftir Símon Jóh. Agústsson prófessor. Verð
með söluskatti kr. 278,00.
John Kenneth Galbraith: Iðnríki okkar daga. Islenzk þýðing eftir Guðmund
Magnússon prófessor með inngangi eftir Jóhannes Nordal seðlabankastjóra.
Verð með söluskatti kr. 278,00.
John Stuart Mill: Frelsið. Islenzk þýðing eftir Jón Ilnefil Aðalsteinsson og
Þorstein Gylfason með forspjalli eftir Þorstein Gylfason. Verð með söluskatti
kr. 383,00.
C P. Snow: Valdstjórn og vísindi. Islenzk þýðing eftir Baldur Símonarson
lífefnafræðing með forspjalli eftir Jónas H. Haralz bankastjóra. Verð með
söluskatti kr. 278,00.
Nánari upplýsingar um bækumar em í sérstöku boðsbréfi, sem sent verður
félagsmönnum, og skal vísað til þess.
2. íslenzkt fornbréfasafn XVI. bindi 7. hefti - efnisyfirlit og registur. Ætlun-