Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 155
SKÍRNIR ÍSLENZKAR BÓKMENNTIR ERLENDIS 153
annarra þjóða, danskar eða rússneskar eða japanskar bókmenntir,
og leitast við að gera sér grein fyrir þjóðlegum einkennum þeirra
eftir þeim verkum sem þeir þekkja í þýðingu. En stærðarmunur
þjóðanna verður til þess að hlutfallslega miklu meira berst á er-
lendan markað af íslenzkum bókmenntum en bókmenntum stærri
samfélaga. Hið sama á vitaskuld við hvaða lítið málsamfélag sem
vera skal ef leitazt er við að kynna bókmenntir þess.
Þegar talað er um „íslenzkar bókmenntir“ sér í lagi (eða hvaða
„þjóðlegar“ bókmenntir aðrar sem vera skal) helgast það af þeirri
trú að íslenzkar bókmenntir hafi einhver þau auðkenni sem þær séu
einar um, að íslenzkir rithöfundar séu íulltrúar þess samfélags sem
hefur fóstrað þá, af því að íslendingum sjálfum finnist bókmenntir
sínar sérstakar meðal annarra bókmennta. En fleiri ástæður hníga
að því að tala fremur um „íslenzkar bókmenntir“ í heild en verk ein-
stakra höfunda eða bókmenntalega verðleika tiltekinna verka. Ekki
má vanmeta þjóðernishyggju þá sem mótar viðhorf manna á okkar
dögum. íslenzkir rithöfundar finna til þess að þeir eru íslenzkir
menn, alveg eins og Ameríkumenn að sínu leyti, þótt þeir séu fæddir
af mörgum þjóðum, og sú staðreynd skiptir verk þeirra máli.
Enn meira máli skiptir sú staðreynd að Islendingar eiga öflugri
bókmenntalega hefð í landi en flestar aðrar þjóðir, alla leið aftan
úr miðöldum, þótt hún verði tæplega talin í órofa samhengi allan
þann tíma. Jafnvel þótt íslenzkur höfundur reyni til að segja skilið
við hefðina, rjúfa hana, veit hann af henni alla sína tíð. Verk hans
lýsir íslenzkum siðum og samfélagsháttum, svo framarlega sem
það gerist á Islandi, að íslenzkum landsháttum ógleymdum.
Bezt er að segja það alveg skýrt að mjög margar þýðingar ís-
lenzkra skáldrita, einkum ljóðaþýðingar, hafa ekki verið gerðar
vegna bókmenntalegra verðleika eða boðskapar frumtextans heldur
hreint og beint af þeirri ástæðu að þau eru íslenzk rit. í þessum hóp
má þó greina á milli tvenns konar þýðenda, þeirra sem þýða af þjóð-
ræknisástæðum og þeirra sem velja sér til þýðingar fjarkomnar,
framandlegar bókmenntir. í fyrri hópnum eru allmargir íslendingar
erlendis, einkum í Norður-Ameríku og Danmörku. I seinni hópn-
um eru erlendir menn sem fengið hafa áhuga á íslenzkum bók-
menntum af sögulegum og jafnvel landfræðilegum ástæðum fremur
en fagurfræðilegum. Satt að segja gæti reynzt erfitt að finna dæmi