Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 87
SKÍRNIR
SAGNAVAL JÓNS ÁRNASONAR
85
innar í nokkrum gerðum skráðum á ýmsum tímum, þá væri um
sumt ljósara hvaða stakkaskiptum sagnir taka í munnmælum, en því
miður var þetta látið hj á líða, og var ekki gert fyrr en á þessari öld.
A þeirri skoðun Björns, að ekki væri vert að skrá það sem algengt
væri, örlar líka hjá Skúla Gíslasyni í nokkuð annarri mynd, en
hann segir í bréfi til Jóns Arnasonar: „Sögum um karl og kerling
í koti og kóng og drottning í ríki hef eg alveg sleppt, það er aldrei
svo eg hafi heyrt neitt einkennilegt í þeim.“41
Um sagnasmekk einstakra safnara og heimildarmanna Jóns er
minna vitað, því að beinar heimildir eru fáar og orðalag þeirra
ónákvæmt. Að vísu mætti athuga, hvaða sagnir einstaka menn hafa
skráð eða skráðar hafa verið eftir einstökum heimildarmönnum, en
hræddur er ég um, að slík könnun hefði takmarkað gildi, vegna
þess að ekki eru þekkt nöfn allra heimildarmanna, og engin trygg-
ing er fyrir því, að skráð hafi verið allt sem hver kunni, eins og nú
er orðin venja. Það var aldrei gert, svo að vitað sé með vissu, fyrr
en á þessari öld. Því síður tíðkaðist það, að einstakir sagnamenn
væru spurðir um afstöðu þeirra til einstakra sagna eða sagnaflokka
beint eða óbeint. Ævintýri hafa einkum átt griðland hjá kvenfólki,
enda var það helzt kvennaverk að svæfa börn, og þá voru þeim oft
sögð ævintýri. Minna skal einnig á það, að langflest ævintýri, sem
safnað hefur verið á síðustu árum, hafa konur sagt. Enn skal á það
bent, að smekkur manna hefur ekki verið eins stéttbundinn og ætla
mætti. Ýmsar ádeilukenndar og skoplegar sagnir um klerka og
kirkjulega hluti og aðrar, sumar ekki ýkj ahæversklegar, um kvon-
bænir og kvennamál, hafa prestar skráð, og veit ég varla, hvort þetta
hefði getað gerzt erlendis. Ástæðan til þessa er, eins og margbent
hefur verið á, að íslenzka prestastéttin var heldur sundurleitur
hópur, þar var kjarni íslenzkra menntamanna.
Heldur auðveldara er að sjá, hvað einstökum skrásetjurum þótti
í letui færandi af einstökum sagnaflokkum. Séra Sigurður Gunn-
arsson segir í bréfi til Jóns Árnasonar, sem hann sendi með nokkr-
um kerlingasögum, að úr örnefnasögum mætti fá margt gott og
bætir svo við: „Svo eru og ótal sögur um menn, sem fyrr voru uppi,
kátlega, sterka, einræna, hrekkjótta o. s. frv.“42 í öðru bréfi kemst
Sigurður svo að orði: „Argar lygasögur, stæltar eftir riddarasögum
miðaldanna, vil eg ekki nýta, og varla heldur útilegumannasögur,