Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 117
SKÍRNIR
ÞINGVALLAFUNDUR 1888
115
Á þeim tíma, sem hér um ræðir, voru aðeins fáar vörutegundir
tollskyldar og tollarnir, sem á þeim hvíldu, mundu nútímafólki sýn-
ast lágir að auratölu, en hafa verður í huga, að gildi peninga var
annað þá en nú.
Ekki hvíldu tollar á öðrum aðfluttum vörum en vínföngum og
tóbaki. Vínfangatollur var samkvæmt lögum 7. nóvember 1879 af
brennivíni eða vínanda 30-60 aurar af potti hverjum, og fór toll-
hæðin eftir styrkleika vínfanganna. Af rauðvíni og messuvíni
skyldi greiða 15 aura af hverjum potti. Af öllum öðrum vínföngum
skyldi greiða 45 aura af hverjum potti, ef þau voru flutt í stærri
ílátum en svo að rúmuðu tvær merkur, en væru þau flutt í minni
ílátum, skyldi greiða sama gjald af hverjum þrem pelum sem af
potti í stærri ílátum. Á alls konar áfengu öli var tollur fimm aurar
af potti hverjum. Tollur á tóbaksvörum var samkvæmt lögum 11.
febrúar 1876 10 aurar af hverju pundi tóbaks, hvort heldur reyk-
tóbaki, munntóbaki eða neftóbaki. Af hverjum 100 vindlum 25
aurar.
Á útflutningsvörum landsmanna hvíldu ekki aðrir tollar en þeir,
sem lagðir voru á með lögum um útflutningsgj ald á fiski og lýsi
o. fl. 4. nóvember 1881. Útflutningsgjöld eftir þeim lögum voru: Af
hverjum 100 pundum af saltfiski eða hertum fiski 10 aurar. Af fiski,
sem fluttist út hálfhertur, saltaður eða nýr, af hverjum 100 fiskum
20 aurar. Af hverjum 100 pundum af sundmaga 30 aurar. Af hverri
tunnu af hrognum 15 aurar. Af síldartunnu (108 pottum), í hverjum
umbúðum sem hún fluttist, 25 aurar. Af hverri tunnu lýsis 30 aurar.
Af laxi, hvort heldur söltuðum, reyktum eða niðursoðnum, af hverj-
um 100 pundum 30 aurar. Af öllum fiski niðursoðnum öðrum en
laxi, af hverjum 100 pundum 10 am-ar.
Beinu skattarnir voru þyngri en tollarnir. Þeir beinir skattar, sem
helzt komu til umræðu á þingmálafundum, voru ábúðar- og lausa-
fjárskattur. Þeir voru samkvæmt lögum um skatt á ábúð og afnot-
um jarða og á lausafé 14. desember 1877, ábúðarskattur % álnar á
landsvísu af hundraði hverju, lausafjárskattur ein alin á landsvísu
af hundraði hverju.
Svo til allir þingmálafundir viðurkenndu brýna þörf landssjóðs