Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 42
40
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
hluti tilvitnaðs texta felldur brott. — í íslandssögu eftir Egil J. Star-
dal, sem út kom 1970 er hins vegar ekki getið um neinn fyrirhug-
aðan þjóðarflutning.
Ef nánar er hugað að því, hvers efnis þessir kennslubókatextar
eru, kemur þetta í Ijós: Bogi Th. Melsteð og Arnór Sigurjónsson
segja berum orðum, að brottflutningurinn hafi verið ræddur í
landsnefndinni síðari. Jónas Jónsson og Jón Aðils segja þetta ekki
berum orðum, en frásögn þeirra verður þó samhengis vegna ekki
skilin á annan veg en landsnefndin hafi fjallað um málið. Þórleifur
Bjarnason segir hins vegar, að í landsnefndinni hafi einungis
komið til tals að flytja bjargþrota fólk frá íslandi til Danmerkur.
Ef það er dregið saman, sem framangreindar kennslubækur að
undantekinni bók Þórleifs Bjarnasonar, segja um flutning íslend-
inga til Jótlandsheiða kemur eftirfarandi í ljós: Til þess að ráða
fram úr þeim vanda, sem að steðjaði við móðuharðindin, var m. a.
nefnd skipuð í Kaupmannahöfn (landsnefndin síðari 1785). Meðal
þeirra úrræða, sem þar voru rædd, var að flytja alla Islendinga
af landi brott og setja þá niður á Jótlandsheiðar.
2. Skömmu eftir mitt ár 1969 komst þessi þjóðarflutningssaga á
dagskrá að nýju, og urðu um hana nokkrar umræður. Ekki urðu
kennslubókatextarnir tilefnið, heldur inngangur að myndabók um
Reykjavík, sem út kom á vegum Máls og menningar þetta sama ár.
Var Björn Th. Björnsson listfræðingur höfundur hans. í inngangi
þessum var vikið að fyrirhuguðum þj óðarflutningi íslendinga svo-
felldum orðum:
Undir miðja 18. öld hafði allt lagzt á eitt um að ganga svo af landinu,
óstjórn og einokun verzlunar, en síðar eitrað öskufall og bráðar drepsóttir,
að talað var um „Islands totale ruin“ og það helzt fundið til bjargar í kon-
unglegum ráðuneytum að flytja landslýðinn suður á lyngheiðar Jótlands,
líkt og fénað úr örbitnum haga. (17)
Hér var í engu verulegu vikið frá þeim hefðbundnu skoðunurn,
sem settar eru fram á síðum skólabókanna og áður er vitnað til,
að því undanteknu, sem segir í bók Þórleifs Bjarnasonar. Eigi
að síður birtist eftirfarandi athugasemd í Reykj avíkurbréfi Morg-
unblaðsins sunnudaginn 28. september 1969:
. . . Þorkell Jóhannesson sannaði þegar í Andvaragrein 1945, sem endur-