Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 15
SKÍRNIR
ATHUGASEMDIR UM EYRBYGGJU
13
vegr æ haldask meS þeim ummerkjum, sem á eru, meðan landit stendr. Skulu
þeir nú gera eitt gerði ok hafa jiví lokit at dagmálum.5
Gera verður ráð fyrir aS höfundur Eyrbyggju hafi bæSi þekkt
þjóSsöguna, eitthvert afbrigSi hennar, og frásögn HeiSarvíga sögu.
Þar er sagt frá sömu atvikum á þessa leiS:
Eptir þetta tóku þeir at ryðja gotuna, ok er þat it mesta mannvirki. Þeir
Iggðu ok garðinn, sem enn sér merki. Ok eptir þat gerðu þeir byrgit. En meðan
þeir váru at þessu verki, lét Styrr gera baðstofu heima undir Hrauni, ok var
grafin í jorð niðr, ok var gluggr yfir ofninum, svá at útan mátti á gefa, ok var
þat hús ákafliga heitt. Ok er lokit var mj()k hvárutveggja verkinu, var þat inn
síðasta dag, er þeir váru at byrginu;
Hér er vinnuhraSinn ólíkt eSlilegri, jafnvel byrgisgerSinni er ekki
lokiS á einum degi. ÞaS kemur skýrt í Ijós aS höfundur vill hafa
sögu sína raunsæja, sennilega.
í HeiSarvíga sögu er engin skýring á því gefin hvers vegna Ver-
mundi sé svo mikiS í mun aS eignast berserkina, en Eyrbyggj a gefur
þá skýringu aS hann hafi viljaS treysta stöSu sína gagnvart Styr,
bróSur sínum. Eyrbyggj uhöfundur lætur hér sem víSar gerSir
manna stjórnast af nokkurri undirhyggju meS valdabaráttu sem
undirrót.6
Berserkjaþáttur er aSeins eitt dæmi í HeiSarvígasögu af mörgum
sem sýna eiga hreysti Styrs og ófyrirleitni. í Eyrbyggju virSist hon-
um fremur ætlaS aS sýna vizku og kaldhyggju Snorra goSa, en jafn-
framt er hann mikilvægt þrep í valdabaráttu hans. Þetta vill höfund-
ur ekki láta fara fram hjá neinum, því þættinum lýkur meS þessum
orSum:
. . . var þat mál manna, at hvárrtveggja þótti vaxa af þessum tengðum; var
Snorri goði ráöagíSrðarmaðr meiri ok vitrari, en Styrr atggngumeiri; báðir váru
þeir frændmargir olc fjglmennir innan heraðs.
ÞaS kemur skýrt fram í berserkj aþætti og miklu víSar aS höfund-
ur Eyrbyggju ann röktengslum og veigrar sér hvorki viS aS vekja
athygli á þeim dýpri hvötum sem búa undir gerSum manna né áhrif-
um viSburSa á valdahlutföll milli sögupersóna. Samfara þessu er
ákveSin fjarlægS frá efninu og nokkur kaldhyggja, aS því er virSist.
A sama hátt og Snorri goSi notar menn sem peS í valdatafli sínu án
þess aS persónuleg örlög þeirra virSist skipta hann nokkru máli,