Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 144
142
PETER HALLBERG
SKÍRNIiR
sízt af orðum hans sjálfs. „Ideólógían“ er einsog hjá Guðrúnu
Jónsdóttur tryggðin sem slík. Um innihald hennar fáum við ekkert
að vita. Sama mætti segja um vísdóm þann sem felst í spakmæli
bóndans um að tæja sitt hrosshár. Hvað er vort hrosshár? Hvað
kemur oss við, hvað ekki?
Einu sinni í æsku sagði Laxness í bréfi til vinar síns eitthvað á
þessa leið: „Satt tala ég aðeins við Guð. Hinsvegar skrifa ég alls-
konar bull sem lítur vel út á pappírnum.“ Ef til vill má skilja þessi
kærulausu orð þannig, að sínum innri manni snúi maður ekki að
heiminum. Er það kannski eitthvað af þessari hlédrægni, sem hann
hefur viljað finna hjá löndum sínum í Mosfellssveit? Um útlínur
veruleikans er hægt að tala, hið marglita yfirborð, um „ásýnd
hlutanna11, einsog sagt var í Vefaranum mikla frá Kasmír: haus
Egils, pottbrauðshleif í tréskj ólu. En um dýpstu persónulegu reynslu
manns af þessum veruleika verður ekki talað — nema kannski í
óheinum og gamansömum orðum. Það er ekki laust við að Laxness
fylgi sjálfur þeirri reglu einnig í viðtalinu um Innansveitarkroniku.
Að minnsta kosti virðist hann sýna þar mestan áhuga á ytra bún-
ingi sögunnar, ræðir ekki hvað sízt um upptök vissra talshátta og
hvernig eigi að orða þá bezt, en forðast að snerta kviku hlutanna.
Að tætla hrosshárið okkar; að vera sjálfum sér trúr; óbifanleg
trú á haus Egils — allt ber þetta nokkurn veginn að sama brunni.
Það mætti nefna það andhverfu „ideólógíu“, en ef til vill er það
jafnmikil ideólógía fyrir því. Og hún er nátengd hugmyndum höf-
imdarins um dýpstu sérkenni Islendinga - einsog hann skoðar þau í
ljósi sögu og minningar. Það er vissulega engin tilviljun, að það
er eintómt gamalt fólk í aðalhlutverkunum í seinustu hókrnn Hall-
dórs: buxnapressarahjónin í Dúfnaveizlunni, séra Jón Prímus í
Kristnihaldi undir Jökli og nú Ólafur á Hrísbrú ásamt Guðrúnu
Jónsdóttur - en hún er gömul jafnvel sem ung stúlka, óumbreytilega
gömul. Og kann ekki Olafur á Hrísbrú að virðast talsvert eldri
en Egill Skallagrímsson, hvers haus hann trúir á? En í heimi þessa
fólks er allt gott, hjúpað hlýju og rósemi óbrotinna gamaldags
lifnaðarhátta:
Segja mátti að þessir menn væru ánægðir með einföld klæði og bragðaðist
óbrotin fæða sín; og þó þeir heyrðu hanagal og hundgá úr öðrum sveitum
lángaði þá ekki þángað, einsog stendur í taó. (18)