Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 170
168
RITDÓMAR
SKÍRNIR
Bendir hann á, að í vestlenzku sögunum komi fram meiri skyldleiki við kon-
ungasögur, ennfremur aðrar greinar fornrita, svo sem lög, helgirit o.fl., auk
þess sem vísur gegni þar stórum meira hlutverki. En af þessu vill hann draga
ályktanir um mismunandi uppruna og forsendur sagnaritunar í þessum lands-
hlutum. Munurinn aetti að vera minni, ef austlenzku sögumar hefðu verið
skráðar samkvæmt fyrirmynd einhvers vestlenzks skóla.
En nú hafa Islendingasögur einnig mörg samkenni í frásagnaraðferð, stíl og
byggingu, sem eiga þátt í að skapa þeim sérstöðu meðal fomra sagna, og
hefði verið full ástæða til að gera þeim meiri skil f þessari bók. I sambandi
við þetta efni nefnir höfundur rannsóknir Oskars Bandle, en hins vegar
ekki Th. M. Anderson, sem hvað rækilegast hefur f jallað um skyldleika sagn-
anna að innri gerð í bók sinni The Icelandic family saga 1967.
Um aldur íslendingasagna hallast Kurt Schier helzt að skoðun Einars 01.
Sveinssonar, sem rekur upphaf þeirra til síðari hluta 12. aldar. I sagnaskránni
fylgir hann niðurskipan Nordals, tilgreinir aldur sagna í hverjum flokki sam-
kvæmt niðurstöðum hans. Nú hafa sumar þessar aldursgreiningar verið dregn-
ar í efa og það svo miklu munar; skulu einkum nefnd rök Jóns Jóhannesson-
ar um aldur Grænlendinga sögu og hinar nýju niðurstöður Jónasar Kristjáns-
sonar um aldur Fóstbræðra sögu. Fyrra atriðið mátti höfundi vel vera kunn-
ugt, en ekki hið síðara, en allar líkur eru á, að rit Jónasar eigi eftir að breyta
þeim hugmyndum um þróun íslendingasagna, sem hér er byggt á.
Kafli Kurt Schiers um biskupasögur er í stytzta lagi og varla saminn af
nægilegri rýni. Virðist gert ráð fyrir Jóns sögu helga sem hinni elztu biskupa-
sögu, eins og Nordal hefur haldið fram, en ekki getið um rök Bjama Aðal-
bjamarsonar og fleiri manna um sunnlenzkan uppruna þessarar sagnagreinar.
Er ljóst, að höfundur telur tímatal Gerlands bera vitni um húnvetnskan upp-
runa sagnanna. Taldi það 7 ámm skemmra liðið frá fæðingu Krists en nú er
talið, og fylgja því bæði sögur Þingeyramunka og biskupasögur Skálhyltinga,
þær sem samdar eru undir lok 12. aldar og í byrjun hinnar 13. Nú benda að
vísu allar líkur til, að tímatal Gerlands hafi fyrst verið notað á Hólum og náð
festu þar í tíð Jóns biskups Ogmundarsonar, en að það hafi fyrst borizt til
Skálholts með sögum Þingeyramanna er hins vegar ósannað með öllu; virðist
hitt líklegra, að Rímbegla hafi ráðið sigri þess, áður en ritun biskupasagna
hófst. Hún hefur verið samin einhvem tíma á síðari hluta 12. aldar, og munu
allir sagnfræðingar, sem fylgdu þessu tímatali hafa þekkt hana. Um aldurs-
röð hinna elztu biskupasagna verður því varla nein ályktun dregin af tímatali
Gerlands.
Hér er ekki rúm til að fjalla frekar um einstök efnisatriði þessarar bókar.
Hún er víðast sérlega greinargóð, og ályktanir höfundar einkennast af var-
fæmi og dómvísi; koma þessir eiginleikar að vonum bezt í ljós, þar sem nið-
urstöður manna eru á reiki. Skal nefnd sem dæmi hin mikla spuming um áhrif
miðaldabókmennta meginlandsins á fomsögur okkar, sem að undanfömu
hefur verið ofarlega á baugi hjá ýmsum erlendum vísindamönnum. Það kemur
skýrt fram, að Schier telur þessi áhrif nú ofmetin af sumum, en hins vegar
bendir hann á, að afrek íslendinga í sagnalist verði því aðeins metin rétt og