Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 100
98
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
í niðurlagskafla framhaldsgreinar með fyrirsögn „Sjálfstjórn“, sem
birtist í 29.-30., 32. og 34. tölublaði þess árgangs. Þá grein eignar
Odd Didriksen Jóni Olafssyni, að ég hygg réttilega. Að öðru leyti
ræðir Fjallkonan ekki skilnaðarmálið þangað til í ársbyrjun 1889.
I nýársávarpi blaðsins til lesenda sinna 4. j anúar þess árs er lýst
yfir þeirri skoðun, að hlutarins eðli hljóti að heimta það fyrr eða
síðar, að Island geti að fullu og öllu losazt úr sambandi við Dan-
mörku á stj órnlagalegan hátt. I sama töluhlaði Fjailkonunnar birti
Jón Ólafsson grein um stjórnarskrármálið á Alþingi 1889 og segir
meðal annars, að það þing ætti jafnframt stjórnarskrárbreytingunni
alvarlega að hugleiða, hvort ekki væri reynandi að „stíga eitthvert
stig“ til vinsamlegra slita á sambandi íslands og Danaveldis. Síðar
eða fram í júnímánuð flytur Fjallkonan nokkurar greinar um skiln-
að, ýmist eftir Jón Ólafsson eða í ritstjórnar nafni og eina, sem er
undirrituð „Gamall þingmaður“. I sama tölublaði Fjallkonunnar,
sem flutti þýðinguna á ummælum Dagblaðsins danska, sem hér er
tekin upp, er þannig lagt út af orðum hins danska hægriblaðs, að
hugsanlegt sé, að Danir bjóði Islendingum fullan skilnað. „Hver
veit?“ segir Fjallkonan. Ef til vill hefur Jón Ólafsson átt þátt í fleiri
greinum hennar um skilnað en nafn hans stendur undir. Hér skal
tekið upp ávarp til Alþingis 1889, sem sent var út um land til undir-
skrifta og birt í Fjallkonunni 17. apríl 1889. Það hljóðar svo:
„Vér, sem ritum nöfn vor hér undir, viljum lýsa yfir þeirri sann-
færingu vorri, að eftir þvi sem sambúð vorri við ina dönsku stjórn
hagar, sé þjóðinni ekkert æskilegra en að öllu stjórnarsambandi Is-
lands við Danmörku gæti sem bráðast orðið lokið á löglegan hátt,
þar eð samband þetta nú er aðeins til niðurdreps þjóðfélagi voru í
öllu tilliti.
Þetta álítum vér skyldu vora að láta í lj ósi, til að gera vort til, að
þingið sé eigi í vafa um skoðun þjóðarinnar; en jafnframt felum
vér öruggir þinginu, hvert tillit það vill taka til þessarar skoðunar
við meðferð stjórnarskrármálsins.“
Hér er skýrt fram tekið, að málið sé falið Alþingi til að gera
það í því, sem þingið mundi telja heppilegast. „Þinginu er alveg
falið að taka það tillit til þessa, sem því þykir við eiga eftir atvik-
um,“ segir í grein, sem Jón Ólafsson lét fylgja ávarpinu. Ávörpin
með væntanlegum undirskriftum skyldi senda Jóni eða útgefanda