Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 44
42
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
hinn bóginn er mjög vafasamt, að hann hafi gert það til langframa, svo mjög
sem hann helgaði sig rannsóknum skjala, er vörðuðu sögu Islands.
Sá raunverulegi fótur er fyrir þjóðarflutningssögunni, að árið 1784 kom
fram tillaga um það, að flakkarar og eitthvað af bjargþrota fólki yrði flutt
af landi burt til Danmerkur. Getur Þorkell Jóhannesson þess til, að Hans
Levetzow, sem varð stiftamtmaður á íslandi ári síðar, hafi verið upphafs-
maður þessarar tillögu, þar eð hann var eini maðurinn, sem mælti ákveðið
með henni af þeim, sem rentukammerið bar hana undir.
Síðan segir Sigfús, að engar skjallegar sannanir séu fyrir því,
en hins vegar beri skjöl Rentukammers það með sér, að Jón Sveins-
son sýslumaður í Suður-Múlasýslu hafi lagt til í bréfi til kammers-
ins 10. júní 1784, að vinnufærir flakkarar yrðu fluttir brott úr sýslu
hans, annaðhvort til annarra héraða landsins eða til Danmerkur.
Telur Sigfús líklegt, að hann hafi verið upphafsmaður brottflutn-
ingstillö gunn ar.
Eftir þessa niðurstöðu rekur Sigfús Haukur Andrésson gang
mála í Rentukammeri: Það hafi leitað álits framkvæmdastj órnar
einokunarverzlunar og flotamálaráðuneytis um kostnað við að flytja
500 manns af Islandi til Danmerkur. Einnig hafi verið óskað til-
lagna Levetzows, sem þá hafi enn verið í Kaupmannahöfn. Mál-
efni þetta hafi verið rætt í Landsnefndinni síðari, nefndin hafi
brátt komizt að þeirri niðurstöðu, að miklu ódýrara væri að leggja
þurfandi fólki til einhverja hjálp frá Danmörku en flytja það þang-
að til framfærslu. Síðan kemst hann svo að orði:
Þannig er þá sannleikur málsins í aSalatriðum, og Jótlandsheiða sést
hvergi getið í neinu skjali, enda hefði fæst af því fólki, sem raunverulega
var um að ræða, verið sérlega heppilegir landnemar á þeim slóðum. Þjóð-
flutningssagan á því aðallega rætur sínar að rekja til hviksagna og ef til vill
einnig ýmiss konar misskilnings, sem ekki er tóm til að velta vöngum yfir
að þessu sinni. Vera má líka, að þeim góðu mönnum, sem upphaflega færðu
söguna í letur, hafi ekki þótt það verra, að hægt var að leggja hana út dönsk-
um ráðamönnum til hnjóðs.
Hann hnykkir á þessari niðurstöðu með því að segja, að auk þess
sem skjalleg gögn veiti enga vísbendingu um, að danskir ráðamenn
hafi nokkru sinni látið sér detta í hug að tæma Island að fólki, mæli
annað eindregið í móti. Bendir hann á, að tæknilega hafi verið
óframkvæmanlegt að flytja 40.000 manns héðan á tiltölulega
skömmum tíma, að einhverjar áætlanir eða drög að þeim hlytu að