Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 39
SKÍRNIR
í LEIT AÐ HÖFUNDI LAXDÆLU
37
Skyldleiki Laxdælu og Knýtlingu verður hér enn augljósari. Þar
sem 10 af 11 5000-orð'a-köflum í Laxdœlu hafa 20 plús-orð eða
fleiri, og í Knýtlingu 6 af 9, þá nær enginn einasti af 102 slíkum köfl-
um í samanhurðartextunum hærri tölu en 16 (tvisvar í Sögu Ólafs
Tryggvasonar eftir Odd Snorrason). Sérstaklega athyglisverð er
einnig sú staðreynd, að hæstu tölurnar í allri töflunni, 43 og 58,
eru í tveim köflum í Knýtlingu en ekki Laxdœlu, einsog maður hafði
kannski búizt við. En við nánari athugun kemur í ljós, að þessar
háu tölur birtast einmitt í köflum, þar sem höfundur Knýtlingu
hefur að öllum líkindum verið frjálsari en ella að móta mál sitt
samkvæmt eigin málvenjum; en mikill hluti Knýtlingu er undir
sterkum áhrifum frá öðrum rituðum heimildum og fyrirmyndum,
ekki sízt Heimskringlu. (Sbr. Studia Islandica 22, bls. 35-36.) I
áðurnefndum köflum væri með öðrum orðum útlit fyrir að finna
málfar höfundarins sem persónulegast og hreinast. Og þá notar
hann í ríkara mæli en annars þann orðaforða, sem áður hefur reynzt
einkenna höfund Laxdœlu meira en aðra höfunda!
Á hinn hóginn er í minni rannsókn eftirtektarvert, að Hákonar
saga skyldi vera með lægri tölu en flestar aðrar konungasögur, 15.5,
en það er ekki nema þriðjungur af tölu Knýtlingu. Og innan Sturl-
unga sögu er íslendinga saga með ennþá lægri tölu, 11.0, þá næst
lægstu í öllu verkinu. Þ. e. a. s. tíðni þessara orða er í Hákonar
sögu og Islendinga sögu fj órum til fimm sinnum lægri en í Laxdœlu.
Ekki bendir það til náins skyldleika þeirrar sögu og Sturlu.
Ég sé þá enga ástæðu að víkja frá þeirri skoðun minni, að sam-
bandið milli Laxdœlu og Knýtlingu sé mjög náið og um leið svo sér-
stætt, að eðlilegast sé að skýra það með því að þær séu verk sama
manns. Og þá kemur varla annar maður til greina en Ólafur Þórðar-
son hvítaskáld.