Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 150
148
P. M. MITCHELL
SKÍRNIR
4 frumsamdar á þýzku, 1 á dönsku. 4 sögur voru þýddar á serbó-
króatísku og 4 á slóvensku, allar frumsamdar á þýzku. Ein saga,
frumsamin á þýzku, var þýdd á japönsku um ensku. Á sama áratug
voru íslenzkar sögur þýddar á sænsku (12), norsku (ein saga þýdd,
6 frumsamdar), ítölsku (5), slóvakisku (2), hollenzku (2), fær-
eysku (2) og ungversku, finnsku og esperantó (1).
Á sjötta áratug aldarinnar kom alls 152 íslenzkar smásögur út
á öðrum málum en íslenzku. Aðeins 4 birtust á dönsku, ein þeirra
frumsamin á dönsku; en 22 á ensku, 3 þeirra frumsamdar á dönsku,
1 á þýzku. Af 16 sögum á þýzku voru 2 frumsamdar á dönsku
en 2 á þýzku. Ekki færri en 13 sögur birtust á rússnesku, ein þeirra
frumsamin á dönsku og a. m. k. ein þýdd um ensku. 6 sögur birt-
ust á frönsku og kínversku, 3 þýddar um ensku á frönsku og a. m. k.
3 um ensku á kínversku. Á þessum tíma voru engir kínverskir né
japanskir þýðendur úr íslenzku, og hljóta því allar þýðingar á
þessi mál (4 á japönsku, a. m. k. 2 þeirra um þýzku) að vera gerðar
um þriðja mál. Safn íslenzkra smásagna var þýtt á pólsku um
sænsku. Sama áratug komu íslenzkar smásögur út á færeysku (10),
esperantó (9), slóvensku (5), norsku (4), nýnorsku (3), tékknesku
(3), spænsku (3 - allar frumsamdar á þýzku), búlgörsku (2), eist-
nesku (2) og ungversku, ítölsku, grísku, finnsku, litháisku, baska-
mál og albönsku (1). Litháisku og eistnesku þýðingarnar voru
gerðar um rússnesku, en ítalska þýðingin um ensku. Ýmsar aðrar
þýðingar, svo sem þær albönsku og búlgörsku, hafa ekki verið
gerðar heint úr íslenzku.
Á sjöunda áratugnum kom glöggt í ljós gildi rússnesku sem
þriðja máls við þýðingar úr íslenzku. Þá birtust smásögur á lettn-
esku, eistnesku, armensku, úzbekisku, georgisku, belórússnesku
og azerbedj önsku - allar gerðar eftir rússneskum þýðingum. Á
sama áratug birtust tvö íslenzk smásagnasöfn og 6 sögur sérstakar
á rússnesku. Til samanburðar má geta þess að á sama tíma birtust
35 sögur á þýzku (og frumsamið sagnasafn eftir Jón Sveinsson)
og eitt safnrit og 32 sögur á ensku.
Aldrei hafa fleiri íslenzkar skáldsögur birzt á erlendum málum
en áratuginn 1930-39 - 130 útgáfur alls, auk 11 sögukafla í þýðingu.
25 skáldsögur komu á dönsku, 10 frumsamdar á dönsku, en 9 á