Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 106
104
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
vera hærri en 4000 krónur á ári. Þessu sama er mjög eindregið
haldið fram í grein með fyrirsögn „Til íslendinga um launamálið11,
sem birtist með höfundarmerkinu G. m-n. í Þjóðólfi 21. og 28.
júní og Norðurljósinu 13. júní. í þeirri grein eru tillögur mn
skiptingu embættismanna í launaflokka. Þjóðviljinn flytur 13. apríl
grein um launalækkun. Hann telur það almennings álit hæði utan
þings og á þingi að laun ýmissa æðri embættismanna séu of há í
samanburði við efni og ástæður landsmanna og í samanburði
við laun lægri embættismanna, sem margir hverjir hafi allt eins
mikið og jafnvel meira að starfa.
í samgöngumálum beinist áhugi Reykjavíkurblaðanna mest að
því að bæta samgöngur á Faxaflóa. Stofnað var hlutafélag í Reykja-
vík 6. maí 1889 í þeim tilgangi að koma á innlendum gufuskipa-
ferðum, fyrst og fremst við Faxaflóa og svo jafnframt við Vestur-
land allt norður á ísafjarðardjúp, ef ástæður leyfðu. Ráðgert
var að kaupa gufuskip, sem skyldi vera 100 smálestir að stærð
brúttó en 70 smálestir nettó. Aðalfundur félagsins, til að setja
því lög o. s. frv. var haldinn 29. júní og 5. júlí, og segir Isafold
frá honum 6. júlí. Sá fundur var stórtækari í ákvörðunum sínum
en í öndverðu var til hugsað. Nú var fyrirhugað, „að skipið skyldi
vera um 200 smálestir að stærð nettó og vera í flutningum milli
landa nokkrar ferðir svo sem 8-10 vikur samtals á ári, til þess
að geta fengið sem mest að gjöra, er að vísu mætti ganga að góðan
arð bæri, en að öðru leyti haft í strandferðum um Suður- og Vestur-
land allt, svo tíðum og á svo marga staði sem frekast væri tök á,
jafnt um Vestfirði (Breiðafjörð, ísafjarðardjúp osfrv.) sem við
Faxaflóa“. Um þetta mál var einnig áhugi með ísfirðingum. Þjóð-
viljinn réð þeim til að hafa samlög við Sunnlendinga, og sýslunefnd
þeirra komst að þeirri niðurstöðu á aukafundi 17. júní „að rétt
væri að reyna samkomulag við hið fyrirhugaða gufubátsfélag við
Faxaflóa“. Samþykkti sýslunefndin fjárframlög til félagsins.
Aðalhvatamaður og frumkvöðull þessa máls var síra Jens Páls-
son, en félagi og samherji hans var Þórður Thoroddsen, sem þá
var héraðslæknir í Keflavík. Síra Jens barðist fyrir málinu af
eldmóði og bjartsýni. Sams hugar var ísafold. Þjóðólfur og Fjall-
konan fylgdu því frá byrjun, en í báðum þeim blöðum gætir nokk-
urs uggs um að lítið verði úr framkvæmdum. Enda varð sú raunin.