Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 14
12
VÉSTEINN ÓLASON
SKÍRNIR
novel“ eða einfaldari form munnlegrar frásagnarlistar, eins og þjóð-
sagna eða ævintýra.4 Gallinn á kenningum Anderssons er að hann
reynir að alhæfa dramatísk lögmál sem koma mjög skýrt fram í
ýmsum þáttum og meira eða minna skýrt í meiri hluta íslendinga-
sagna.
III
Athuganir hér að framan hafa beinzt að því hvernig höfundur
skipar niður atburðum þeim er hann segir frá og tengir þá saman.
í því sem á eftir fylgir verður reynt að skyggnast undir yfirborð
atburðanna, og nú fyrst reynt að sjá nokkur dæmi um efnistök höf-
undarins í einstökum þáttum. Frásagnaraðferð Eyrbyggju er hlut-
læg eins og annarra íslendingasagna, höfundur tranar sér ekki milli
lesandans og efnisins, en þó er hann alls staðar nálægur í verkinu, í
efnisvali og efnistökum. Og gera verður ráð fyrir að viðhorf hans
við manninum og samfélaginu speglist í verkinu og séu meðal þeirra
þátta sem gera úr því heild.
Þess má sjá ýmis dæmi að höfundur Eyrbyggju forðast efni sem
fjallað er um í öðrum sögum. Undantekning frá þessu er berserkja-
þáttur. Frá efni hans er rækilega sagt í Heiðarvíga sögu sem að
allra dómi er eldri en Eyrbyggja. Nú er raunar óhægt um vik að
bera saman berserkjaþátt í Heiðarvíga sögu og Eyrbyggju, þar sem
hann er varðveittur í þeim hluta Heiðarvíga sögu sem aðeins er til
í endursögn Jóns Ólafssonar. Bæði getur Jón hafa gleymt einhverju
eða misminnt, og svo er ekki loku fyrir það skotið að frásögn Eyr-
byggju hafi haft áhrif á endursögn hans. Allt um það er hægt að
greina mismun á þessum sagnagerðum sem hlýtur að mega rekja
til höfundanna. Nokkuð augljóst virðist að höfundur Heiðarvíga
sögu hafi reist frásögn sína á þjóðsögu um berserki þá sem Ber-
serkjahraun átti að vera kennt við. Má telja víst að sagan hafi verið
sprottin upp úr nafninu á hrauninu. Frásögnin um vegagerð ber-
serkjanna er með öllu ósennileg og ber þjóðsagnauppruna sínum
skýrt vitni:
Taka nú berseikirnir at ryðja hraunit at kveldi dags, ok at þeiri sýslan eru
þeir um nóttina; vega þeir stór bjprg upp, þar þess þurfti, ok fœra út fyrir
brautina, en sums staðar koma þeir stórum steinum í gryfjurnar, en gera slétt
yfir, sem enn má sjá; var þá á þeim inn mesti berserksgangr. Um morgininn
hgfðu þeir því lokit; er þat eitt it mesta stórvirki, er menn vita, ok mun sá