Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 154
152
P. M. MITCHELL
SKÍRNIR
prentaðar þann áratug sem þýðingar voru flestar? 1930-39 voru
9 íslenzkar skáldsögur prentaðar tvisvar á þýzku, 4 sögur þrisvar,
6 sögur fjórum sinnum, og 3 sögur fimm, sex og tíu sinnum hver
þeirra. Þetta voru sögur eftir Gunnar Gunnarsson, frumsamdar á
dönsku. En íslenzkum skáldsögum vegnaði hvergi eins vel og í
Þýzkalandi. A dönsku komu 5 sögur í tveimur útgáfum, ein í fimm
og önnur í sjö útgáfum á sama tíma. 3 sögur á ensku komu út i
tveimur prentunum en 2 í þremur. Á tékknesku komu 6 sögur tvisv-
ar sinnum út, en ein f j órum sinnum. Á sama tímabili voru íslenzkar
skáldsögur ennfremur endurprentaðar í finnskum, hollenzkum,
frönskum, sænskum, norskum og spænskum þýðingum.
1950-59 voru þýddar íslenzkar skáldsögur endurprentaðar á 10
tungumálum. Enn er Þýzkaland efst á blaði: ein saga prentuð
þrisvar, ein fjórum sinnum, ein fimm sinnum, 2 átta sinnum, en nú
var um að ræða sögur eftir Halldór Laxness. Aðrar endurprentanir
voru á sænsku, dönsku, norsku og rússnesku, fleiri en ein endur-
prentun á hverju máli; og ensku, frönsku, grísku, slóvensku og
spænsku, ein endurprentun á hverju máli.
Erlendum mönnum finnst stundum sjálft nafn Islands ósam-
rýmanlegt skáldskapariðju. En einangrun og fámenni landsins höfða
til ímyndunar umheimsins - auk vitneskjunnar um lifandi bók-
menntalega arfleifð í landinu, sem í senn er nálægt og fjarlægt
Evrópu, framandi og nákomið, þar sem fólk býr á milli eldfjalla
og íshafs. íslenzkt þjóðerni er rithöfundi til framdráttar erlendis,
hann á vegna þess vísa von um eftirtekt umfram venjulegan fransk-
an, þýzkan eða ítalskan rithöfund, svo ekki sé talað um enska og
ameríska höfunda sem eru svo margir að sumir hverjir verða
þeir hreint ekki greindir í sundur.
Sumir íslenzkir rithöfundar harma hve fáir kunni mál þeirra og
gera sér í hugarlund að þeir ættu mun stærri lesendahóp vísan ef
þeir skrifuðu á tungu stórþjóðar, t. a. m. ensku. Þetta er meinlaus
hugarburður en alveg ástæðulaus. Miðlungskvæði eða saga, sem
þýdd hefur verið úr íslenzku, er eftir sem áður íslenzk að uppruna
og eðli og vekur sem slík meiri áhuga enskumælandi manna en miðl-
ungssaga eða kvæði eftir enskan eða amerískan höfund - eða þýzk-
an eða danskan. íslenzka lesendur fýsir að kynna sér bókmenntir