Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 113
SKÍRNIR
ÞINGVALLAFUNDUR 1888
111
arins í stj órnarskrármálinu greiddu aðeins 11 þeirra atkvæði, 10
með og einn (Páll Blöndal héraðslæknir) á móti.
Þingmálafundur Gullbringu- og Kjósarsýslu var einn állra þing-
málafunda andvígur því, að stj órnarskrármálinu væri haldið áfram
á Alþingi 1889. Á þeim fundi var samþykkt með öllum þorra at-
kvæða gegn tveimur svo hljóðandi tillaga:
„Fundurinn komst til þeirrar niðurstöðu, að heppilegast væri, að
Alþing tæki þetta mál ekki einu sinni til umræðu í sumar.“
Á fundinum voru 37 kjósendur úr Gullbringu- og Kjósarsýslu auk
þingmanna kjördæmisins.
Af þessu yfirliti sést, að allur þorri kjósenda, sem um landsmál
hafa hugsað, hefur fylgt stefnu Þingvallafundarins 1888 í stjórnar-
skrármálinu. Litlu skiptir, hvort heldur þingmálafundir vísa til álykt-
unar Þingvallafundarins eða frumvarps neðri deildar Alþingis 1887.
Enginn þingmálafundur vísar til hinna endurskoðuðu stjórnskip-
unarlaga þinganna 1885 og 1886. Ekki er þess getið, að ávarps-
formið kæmi til tals á neinum þingmálafundi. Skilnaðarstefna Jóns
Ólafssonar og Fjallkonunnar má heita fylgislaus á þingmálafundum.
Sú krafa Þingvallafundarins, að fastakaupmönnum yrði með lög-
um gert að skyldu að vera búsettir hér á landi, átti talsverðu fylgi
að fagna á þingmálafundum. Undir hana tóku þingmálafundir Dala-
manna, Húnvetninga, Skagfirðinga, Eyfirðinga, Vestmannaeyinga,
Rangæinga og Árnesinga, Vatneyrarfundur Barðstrendinga og
Flögufundur Vestur-Skaftfellinga. Að vísu munar nokkuru um orða-
lag á samþykktum þessara funda, en ekki er vafi á því, að þeir fylgj a
allir kröfu Þingvallafundarins. Þingmálafundur Eyfirðinga gerði
ályktun hans orðrétta að tillögu sinni. Þingmálafundur Borgfirð-
inga lagði til að farinn yrði meðalvegur milli ástandsins, sem var,
og hins, er Þingvallafundurinn fór fram á. Borgfirðingar samþykktu
tillögu frá þingmanni kjördæmisins um það, að Alþingi tæki upp
aftur frumvarp, sem hann og síra Arnljótur Ólafsson fluttu á þingi
1879, en varð ekki útrætt. Samkvæmt því frumvarpi skyldi einungis
kaupmönnum búsettum hér á landi heimilt að reka hér „smákaupa-
verzlun“, eins og Grímur Thomsen komst að orði á þingmálafund-
inum, en kaupmenn, sem ekki væru búsettir hér á landi, skyldu að-
eins mega verzla „í stórkaupum“. Smákaupaverzlun og verzlun í
stórkaupum er hið sama sem nú nefnist smásala og heildsala. Þing-