Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 171
SKÍRNIR RITDÓMAR 169
að verðleikum, að umrædd áhrif verði rannsökuð og skýrð til hlítar. Munu
margir geta samsinnt því.
Sagaliteratur ætti að geta orðið stúdentum hentugur lykill að hirzluin mikils
fróðleiks - ekki sízt íslenzkum stúdentum.
Oskar Halldórsson
SIGURÐUR NORDAL:
HALLGRÍMUR PÉTURSSON
0G PASSÍUSÁLMARNIR
Helgafell, Reykjavík 1970
„Það verður dýrast, sem lengi hefur geymt verið og gefur tvöfaldan ávöxt í
hentugan tíma fram borið.“
Með þessari tilvitnun heilsaði Hallgrímur Pétursson guðhræddum lesara, og
vafalítið eiga orð hins rómverska lærdómsmanns einnig að miklu leyti við bók
Sigurðar Nordals, Hallgrímur Pétursson og Passíusálmamir. Sigurður lýsir því
að viðskilnaði við bók sína, hversu hann gerðist ungur handgenginn þessum
sálmum séra Hallgríms, og þótt hann hafi ekki áður - mér vitanlega - túlkað
skoðanir sínar um þá á prenti í jafnlöngu máli, má það vera Ijóst öllum, sem
eitthvað þekkja til ritstarfa Sigurðar Nordals, hversu trúarlegar bókmenntir og
trúarleg efni, sálfræðileg og heimspekileg, hafa verið honum hugleikin. Ég
minni aðeins á skoðanaskipti þeirra Einars H. Kvarans á sínum tíma og grein-
ar og ritgerðir Sigurðar eins og Maríu guðsmóður, Tyrkja-Guddu, Líf og dauða
og Trúarlíf síra Jóns Magnússonar.
Það ætti einnig að vera óþarfi að minna lesendur þessa tímarits á, að Sig-
urður er Nestor íslenzkra bókmenntafræðinga, verður hálf-níræður á þessu ári,
hefur iðkað fræði sín þeirra lengst og verið öðmm mikilvirkari. í bók Sigurð-
ar Nordals um Ilallgrím Pétursson og Passíusálmana birtist þannig ávöxtur
langrar lífsreynslu og hugsunar um þau efni, sem eru höfuðviðfang hans og
þess skáldskapar, er hann fjallar þar um.
Hallgrímur Pétursson og Passíusálmarnir einkennist þó ekki sérstaklega af
því að vera verk gamals manns. Mér liggur við að segja, að það sé eitt hið
merkilegasta í fari höfundarins, hversu hann varðveitir æsku sína og unga
hugsun - jafnvel að fyrir bregði ungæðislegum fullyrðingum, er espa megi til
andsvara. Að þessu leyti hlýtur Sigurður Nordal að teljast í senn undramaður
og hamingjumaður. Ég minnist ekki í svipinn annarra norrænna manna en
Georgs Brandesar og Knuts Hamsuns, er á jöfnum aldri hafi samið jafnungleg
verk. Ásamt þessum höfuðskörungum hefur Sigurður Nordal varðveitt fram
á efstu ár þá stæling andans og snerpu hugsana, sem geta af sér góð verk.
Ég hygg, að vænlegast til skilnings á þessari bók Sigurðar sé að skoða hana
í því bókmenntafræðilega samhengi, sem hún stendur við önnur verk um Hall-
grím Pétursson og Passíusálmana. Það væri vafalítið of sterkt að orði kveðið