Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 191
SKÍRNIR
SKÝRSLUR BÓKMENNTAFÉLAGSINS
189
in var, að þetta hefti kæmi út síðastliðið ár, en óviðráðanlegir atburðir valda
því, að útkoman hefur dregizt jafnlengi og raun ber vitni. Nú má hins vegar
telja fullvíst, að heftið komi út innan skamms, og er þá þessu bindi Fornbréfa-
safns lokið.
Um framtíð Fornbréfasafnsins er ekki fullráðið enn. Verður væntanlega unnt
að gera félagsmönnum grein fyrir því á næsta ári.
3. Lýsingar í Stjórnarhandriti, eftir dr. Selmu Jónsdóttur forstöðumann Lista-
safns Islands. Um þetta rit skal vísað til sérstaks boðsbréfs, sem sent verður
félagsmönnum, þegar bókin kemur út.
Samkvæmt þessu yfirliti koma út á vegum Hins íslenzka bókmenntafélags 9
rit á árinu 1970.
Félagsmönnum er í sjálfsvald sett, hvort þeir kaupa bækur þær, sem taldar
eru í II. kafla hér að framan. Þær eru ekki félagsbækur í þeim skilningi, að
andvirði þeirra sé innifalið í árgjaldi og þær verði sendar félagsmönnum
óumbeðið.
Félagsmenn njóta hins vegar þeirra hlunninda að eiga þess kost að kaupa
bækurnar - svo og önnur rit félagsins gömul og ný - með 20% afslætti.
Ber þeim, sem hug hafa á að njóta þessara afsláttarkjara, að snúa sér til
Fornbókasölunnar Bókarinnar hf., Skólavörðustíg 6, Reykjavík, sími 10680.
Félagsmenn utan Reykjavíkursvæðis geta einnig snúið sér til Prenthúss Haf-
steins Guðmundssonar, Bygggarði, Seltjarnarnesi, sími 13510, og verða bæk-
urnar þá sendar gegn póstkröfu að viðbættu burðargjaldi.
III. Fyrirhuguð bókaútgáfa 1971.
Á næsta ári - 1971 - verður stefnt að því, að Skímir komi út fyrri hluta
ársins ásamt Bókmenntaskrá Skírnis.
Um aðrar fyrirætlanir félagsins er þetta að segja:
Ævisaga Brynjólfs Péturssonar eftir Aðalgeir Kristjánsson cand. mag.,
skjalavörð mun væntanlega koma út. Líklegt er og, að út komi ritgerðasafn
eftir dr. Steingrím J. Þorsteinsson prófessor. Þá verður stefnt að því, að út
komi viðbótarbindi við íslenzkar œviskrár, sem séra Jón Guðnason, fv. skjala-
vörður, hefur tekið saman.
Af Lœrdómsritum Bókmenntafélagsins eru eftirtalin 2 rit þegar nær fullþýdd:
Frank Frazer Darling: Wilderness and Plenty (Obyggð og allsnægtir) í þýð-
ingu Óskars Ingimarssonar B. A. Inngangur eftir Eyþór Einarsson mag. scient.
René Descartes: Discours de la méthode (Um aðferð) í þýðingu Magnúsar
G. Jónssonar, menntaskólakennara.
í þýðingu em eftirtalin rit:
1. G. H. Hardy: A Mathematician’s Apology (Málsvörn stærðfræðings) í
þýðingu Reynis Axelssonar stærðfræðings. Inngangur eítir C. P. Snow.
2. David Hume: Dialogues Concerning Natural Religion (Samræður um trú-
arbrögð) í þýðingu Gunnars Ragnarssonar M. A. Inngangur eftir Pál S.
Árdal prófessor.
3. Bertrand Russell: The Problems of Philosophy (Vandamál heimspekinn-
ar) í þýðingu Bjarna Bjarnasonar lektors.