Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 183
SKÍRNIR
RITDÓMAR
181
Svipaða aSferð notar Jakobína í sögunni Nýr Jónas í hinni nýju bók sinni,
Sjö vindur gráar. Hér nær höfundur þó engan veginn þeim áhrifum, sem
hún nær í fyrrgreindri sögu, og veldur þar mestu, að hvorki tungutak né svið-
setning er nægilega trúverðugt, til þess að það megni að skapa það ósamræmi
stíls og tilgangs, sem skopstælingin hlýtur að byggjast á. Hins vegar beitir
hún háði og skopi í gagnrýni- og ádeiluskyni með mun meiri árangri í tveim
öðrum sögum bókarinnar, sem eru jafnframt þær lengstu, og heita Elías
Elíasson, og Mammon í gættinni. Báðar sögurnar eru skrifaðar í hefð-
bundnu formi raunsæissagna, háðið og skopið óaðskiljanlegur þáttur persónu-
lýsinga og atburðarásar, og því ekki nema einn hluti þeirrar heildarmyndar,
sem höfundur dregur upp til að opna augu okkar fyrir mannlegum breyzkleika
og fákænsku, en mikilvægur þáttur eftir sem áður. Og þá einkum í sögunni um
Elías.
Sagan Mammon í gættinni segir frá happdrættisvinningi og áhrifum hans
á vinningshafann, Ragnhildi gömlu Jónsdóttur, svo og vini hennar og ættingja,
sem flestir hverjir hafa ekki sinnt henni áratugum saman fyrr en nú, er þeir
þyrpast að sjúkrabeði hennar í von um ávinning. Sagan greinir frá tortryggni
og togstreitu, sem ágirnd og óvæntur gróði valda, og hinn beizki sannleikur
sögunnar er sá, að bilið milli afskiptaleysis náungans annars vegar og einstæð-
ingsskapar hins vegar, var ekki brúað af mannlegum hlýhug og skilningi,
heldur peningum. Það er því í sjálfri atburðarásinni, sem napurt háð ádeilu-
höfundarins birtist. Persónulýsingamar eru hins vegar dregnar upp af meiri
samúð; ættingjarnir gjalda að vísu atburðarásarinnar, og innan hennar verða
þeir margir hverjir hlægilegir fyrir breyzkleika sinn, en á hinn bóginn fá þeir
nokkra uppreisn æru í sögulok fyrir skilning og umburðarlyndi gömlu kon-
unnar.
I sögunni Elías Elíasson fer meira fyrir kímni og skopi en háði bæði í
atburðarásinni sjálfri og persónulýsingum. Óhöpp mörg og slys hafa hent á bæ
einum, svo að ekki virðist einleikið, og er bóndanum nýlátnum, kennt um,
enda hefur hann raunar viðurkennt brek sín bæði í draumum ekkjunnar og á
miðilsfundi fyrir sunnan. Ekkjan biður sóknarprest sinn og andlega sinnaða
vinkonu sína úr Reykjavík ásjár, og hafin er kostuleg bænarstund á heimil-
inu, sem hefur þann tvíeina tilgang að kveða niður draug og biðja fyrir sálu-
hjálp látins manns. Bænarstundin sjálf er í ætt við kunnugt skopminni úr síð-
ari tíma bókmenntum, skopstælingu miðilsfunda, og eitt sér væri það því tæp-
ast efni í frumlega sögu eða ádeilu, en með persónusköpun ekkjunnar hefur
Jakobína gætt þetta minni fersku lífi og nýrri vídd. í huga ekkjunnar bland-
ast trúarhugmyndir í einn kostulegan hrærigraut: fom draugatrú, álfa- og
huldufólkstrú, spíritismi og upprisutrú kristindómsins virðast hvert um sig
skipa jafnmikið rúm. Þetta er látið uppi bæði í einstökum atvikum og sam-
tölum: „Huldufólk er líklega hér á Brekku eins og annars staðar, þó við
höfum ekkert samband haft við það, sem ekki er von, jafn gersamlega óupp-
lýst fólk í andlegum efnum og við erum. Nema þessi litla kristindómsfræðsla,
sem maður fékk_______“ (bls. 29). Þegar hugað er vel að, þá á þjóðtrúin þó
enn sterkari ítök í hugarheimi ekkjunnar en kristindómurinn. Þrátt fyrir ný-