Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 184
182
RITDÓMAR
SKÍRNIR
tízkulegan orðaforða, sem hún hefur heyjað sér úr mal spíritista, er trú hennar
á eigin drauma yfirsterkari sannfæringu hennar um gildi miðilsfunda, áhugi
hennar á „að kveða niður úfögnuðinn" sterkari en að biðja fyrir Elíasi. Og
enn einn þáttur í eðli hennar er beinlínis sprottinn upp úr þjóðsögunum: hún
er náskyld þeim konum kímnisagnanna, sem heimfæra jarðneska reynslu sína
á hina andlegu eða himnesku og líta hlutina sömu jarðnesku augum, hvort
sem þeir eru þessa heims eða annars: „.... ef ég sæi honum bregða fyrir hér
í húsinu, þá mundi ég hiklaust skvetta á hann úr koppnum mínum.“ (bls.
24). Og sem háttur er slíkra kvenna, þá skirrast þær ekki við að segja mein-
ingu sína við Drottin, ef þeim þykir hann sýna ósanngimi. Það stendur sem
fleinn í holdi ekkjunnar, að hann Jónas í Gröf, sem var þó sízt betri en Elías
í þessu lífi, kannski jafnvel verri, var orðinn umbreyttur maður strax eftir
dauðann, og vildi þá allt fyrir konu sína gera. Þetta á ekkjan erfitt með að
sætta sig við: „Og ég hef sagt honum það, guði, að ég trúi því ekki, að hann
geti ekki komið vitinu fyrir hann Elías minn, úr því hann gat komið vitinu
fyrir hann Jónas í Gröf, eftir hans viðskilnað. Og það strax.“ (bls. 19-20).
Þessi kunnuglegu skopminni þjóðsagnanna hefur Jakobína fært í nútíma-
búning og notað sem undirstöðu trúverðugrar persónulýsingar í fullkomlega
raunverulegu umhverfi. Skopið er þannig sterkasti þátturinn í þeirri ádeilu á
trúarlíf þjóðarinnar, sem sagan kemur á framfæri, en ádeilan öll kemst þó
ekki til skila með persónusköpun ekkjunnar einnar saman. Óaðskiljanlegur
þáttur ádeilunnar eru samskipti ekkjunnar og hinna tveggja fulltrúa spíritism-
ans og kristindómsins í sögunni, vinkonunnar að sunnan og prestsins. A meist-
aralega skoplegan hátt lýsir Jakobína hinu tvíbenta viðhorfi þeirra andspænis
frumstæðum hugarheimi ekkjunnar. Hún er í senn samherji þeirra og and-
stæðingur. Hún vekur þeim ugg, en er þrátt fyrir allt of skyld þeim í eðli og
viðhorfum, til þess að þau geti vísað henni á bug.
Ég hygg, að ekki sé fjarri lagi að fullyrða, að Jakobína Sigurðardóttir hafi
sýnt okkur nýja hlið á sér með þessum tveim sögum úr síðustu bók sinni, sem
hér hafa verið gerðar að umtalsefni. Hún hefur raunar ætíð verið glöggskyggn
á mannlegar veilur, og svo er og í þetta sinn, en ég hygg, að persónulýsingar
sagnanna, einkum ekkjunnar, vísi fram á við til enn fjölbreyttari mannlýsinga,
þar sem skopgáfa og frásagnarlist Jakobínu fengju að njóta sín samtímis.
Svava Jakobsdóttir
HALLDÓR LAXNESS:
ÚA
Leikrit. Helgafell, Reykjavík 1970
Ef Úa, hin prentaða leikgerð Kristnihalds undir Jökli, er borin saman við
skáldsöguna kemur brátt í Ijós að leikurinn fylgir sögunni fjarska náið fram
á sviðinu. Úrval Úu úr atburðum og orðræðum Kristnihalds virðist við það
miðað að veita á sviðinu sem ýtarlegast ágrip af öllu efni, atburðarás og mann-