Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 192
190 SKÝRSLUR BÓKMENNTAFÉLAGSINS SKÍRNIR
Má fastlega vænta, að þýðingu a. m. k. einhverra þessara rita verði lokið
nægilega snemma til þess að þau geti komið út á næsta ári.
Vonir standa einnig til, að í flokki Lærdómsrita Bókmenntafélagsins komi
út bækur eftir íslenzka höfunda, en ekki er tímabært að skýra frá því eins og
sakir standa.
Tekið skal að lokum fram, að þessar fyrirætlanir geta breytzt, bæði þannig
að útgáfu einhverra ofangreindra rita verði slegið á frest, og önnur rit, sem
hér er ekki getið, tekin til útgáfu.
IV. Bókaskrá.
Skími 1970 fylgir bókaskrá, þar sem skráðar eru allar bækur, sem félagið
hefur til sölu, ásamt verði. Hefur uppsetningu verið breytt á ýmsan veg frá
því, sem var í bókaskrá þeirri, er lengi hefur fylgt Skími, ýmist á kápu eða
á öftustu blaðsíðum.
V. Húsnæðismál.
I húsnæðismálum hafa þau tíðindi gerzt, að félagið befur fengið gott
geymslurými í nýju húsi Afengis- og tóbaksverzlunar ríkisins við Dragháls í
Reykjavík. Er nú verið að búa geymslurými þetta hillum, þar sem bókabirgð-
um félagsins verður komið fyrir. Hefur félagið átt við mikinn vanda að etja
í þessum efnum, sem nú hefur verið leystur af miklum myndarskap fyrir sér-
staka velvild og áhuga Jóns Kjartanssonar, forstjóra Áfengis- og tóbaksverzlun-
ar ríkisins.
Enda þótt hér hafi fengizt gott geymslurými, eru þó húsnæðismál félagsins
óleyst. Það á enn engan samastað undir starfsemi sína, svo sem afgreiðslu
bóka, geymslu skjalasafns o. s. frv. Er auðsætt, að framtíð félagsins verður
ekki örugglega tryggð fyrr en það hefur eignazt húsnæði. Það hlýtur því
að verða meginviðfangsefni næstu ára.
Að lokum skal félagsmönnum árnað allra heilla og þökkuð góð og ánægju-
leg samskipti.
Virðingarfyllst,
Sigurður Líndal
forseti Hins íslenzka hókmenntafélags