Skírnir - 01.01.1971, Blaðsíða 120
118
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
halds munaðarvöru þjóðarinnar, og var það sannmæli. ÞaS má því
merkilegt heita, hve mikiS fylgi kaffitollur fær á þingmálafundum.
Allir þingmálafundir frá BorgarfjarSarsýslu vestur og norður um
til SuSur-Þingeyjarsýslu, að frá skildum Vatneyrarfundi BarSstrend-
inga, eru ýmist meðmæltir eða ekki mótfallnir kaffitolli. Sömu af-
stöðu hafa þrír af þingmálafundum NorSur-Þingeyinga, og NorS-
mýlingar nefna kaffi og sykur fyrst af þeim munaðarvörum, sem
þeir leggja til að tollaðar verði. Þingmálafundur Gullbringu- og
Kjósarsýslu var með kaffitolli. A þingmálafundum var meirihluti
með því að leggja toll á sykur, en þó er mönnum sárara um sykur-
inn en kaffið. Þingmálafundir Borgfirðinga og Gullbringu- og
Kjósarsýslu, sem báðir voru með kaffitolli, felldu tillögur um syk-
urtoll. Sumir þingmálafundir, sem samþykktu sykurtoll, tóku um
leið fram, að tolla bæri alls konar sætindi og því um líkar krydd-
vörur. Eins og vonlegt var vildu menn hafa kaffi og sykurtolla lága.
Þegar þingmálafundir gera tillögur um hæð þeirra, er kaffitollur
hæstur fimm aurar á pund og sykurtollur ýmist tveir eða þrír aurar
á pund. Á móti kaffi og sykurtolli voru Vatneyrarfundur BarS-
strendinga, Flögufundur Vestur-Skaftfellinga, þingmálafundir Vest-
mannaeyinga, Rangæinga og Árnesinga og einn af þingmálafund-
inn NorSur-Þingeyinga auk þess af fundum þeirra, sem var á móti
allri aukningu tolla. Um þingmálafund Rangæinga má geta þess, að
þar féll tillaga um toll á kaffi, sykri og sætindum með jöfnum at-
kvæðum. Kaffi og sykurtollur kom ekki til umræðu á þingmála-
fundi Vestur-Skaftfellinga í Loftsalahelli, og sama er að segja um
einn af þingmálafundum NorSur-Þingeyinga.
Meirihluti þingmálafunda lagði til, að tollaðir yrðu óáfengir
drykkir svo sem gosdrykkir og óáfengt öl. í samþykktum þingmála-
funda eru þess konar drykkir oft nefndir bindindismanna- eða good-
templara-drykkir. Eins og fyrr segir var vínfangatollur ekki ræddur
á neinum þingmálafundi NorSur-Þingeyinga, en þrír þeirra funda
lögðu til, að toUur yrði lagður á bindindismannadrykki, og nota
þeir allir það orð í samþykktum sínum. Lík var afstaða Vestur-
Skaftfellinga. Þingmálafundir þeirra mæltu ekki með hækkun vín-
fangatolla, og annar fundurinn lagði beinlínis á móti henni, en báðir
mæltu þeir með tollum á óáfengum drykkjum. Fundur Mýrdæla í
Loftsalahelli gerði þannig orðaða tillögu um hæð þessa fyrirhugaða