Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1971, Síða 82

Skírnir - 01.01.1971, Síða 82
80 HALLFREÐUR ÖRN EIRÍKSSON SKÍRNIR kerlingu í koti sínu (garðshorni).“® Reyndar má geta þess, að í rit- dómi sínum í Nýjum félagsritum árið 1860 um bók Konrads Maur- ers, Islándische Volkssagen der Gegenwart, sem kom út í Leipzig sama ár, hvatti Jón Sigurðsson forseti mjög til söfnunar ævintýra,7 og er ekki ólíklegt, að það hafi orkað hvetjandi á Jón Arnason. Allar þessar sögur sem nú hefur verið getið vildi Jón Árnason fá skráðar eftir manna minnum.8 Landið var fullt af handritum gömlum og nýjum, en þá eins og nú voru margir, sem þótti hvað mest til þess koma, sem þegar hefur verið skráð, en fannst miklu minna um munnmælin. Þess vegna gat margt flotið með af bóksög- um á kostnað munnmælanna. Þetta vildi Jón forðast eftir mætti, enda biður hann menn í hugvekjunni frá 1858 um sögur um „afrek, aðfarir og spakmæli fornmanna sem ekki er í sögur fært.“9 Eins og sjá má af þjóðsögum og ævintýrum Jóns Árnasonar, var það ein meginregla hans, að sögur skyldu hafa gengið í munn- mælum. Það er heldur sjaldan, að hann hefur látið fljóta með frá- sagnir, sem ekki eru orðnar að arfsögnum, en eru endurminningar. Nokkuð ber á þessu í sambandi við drauma, má t. d. minna á draum Einars Helgasonar á Laugabóli,10 sem ber það glögglega með sér, að hann er skráður eftir Einari sjálfum, og drauma Hallgríms Schevings.11 Ekki má heldur sleppa því að minnast á frásögnina Þorraþrælsbylur í Odda,12 sem er endurminning, þó að hún sé reyndar ekki skráð fyrr en sögumaður var kominn á fullorðins- aldur,13 og hefur því vafalítið slípazt við endurtekna frásögn. í safni Jóns eru þrjár draugasögur, sem ekki hafa gengið í munn- mælum. Eru það sögurnar af hinum magnaða Hjaltastaðafjanda, illa Garpsdalsdraugi og Geitdalsdraugnum,14 sem ekki var nú minnstur fyrir sér. Frásögnina af Hjaltastaðafjandanum skráði einn af heyrnarvottunum, Hans Wíum sýslumaður, haustið 1750, aðeins nokkrum mánuðum eftir fyrirhurðina.15 I sögunni af Geitdals- draugnum hefur Jón Árnason líklegast steypt saman tveimur heim- ildum, og er þar farið beint eftir frásögnum sjónarvotta.16 Sagan um Garpsdalsdrauginn er einnig eftir frásögn sjónarvotta.17 Hér er eins og áður hefur verið getið ekki um munnmælasagnir að ræða, en þó má á það benda, að allar þessar sögur eru þjóðtrúar- sagnir, grundvöllur þeirra allra er þjóðtrúin. Þess vegna hefur Jón látið prenta þær, og einnig kom hér annað til: „Það mælir mest með
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.