Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 35
aðeins að það hefur ekki komist á prent eða ratað inn í orðabækur. Orðtakið
er án efa mjög gamalt og sameiginlegt norrænum málum. Það kemur fyrir í
fornum norskum lögum, t.d. „fari, meðan sýknt er, siti kyrr, meðan heilagt
er“. Orðasambandið sýkn dagur merkti í norskum lögum ‘dagur þegar vinna
mátti hvers kyns störf, virkur dagur’. Orðið sýkn merkir ‘saklaus, ekki sek-
ur’ og sýkn dagur merkir beinlínis ‘refsingarlaus dagur, dagur þegar vinna
mátti refsingarlaust’. Sýknt og heilagt merkir þá bókstaflega ‘á virkum
dögum og helgum’. Sömu orðasambönd eru til í dönsku báde helligt og
s0gnt og norsku arbeide báde helg og s0ken.
Annað orðasamband sem allir þekkja er að setjast í helgan stein. í
nútímamáli er merkingin ‘draga sig í hlé, hætta að vinna’ en í fomu máli var
merkingin ‘ganga í klaustur’. Að vísu var lýsingarorðið heilagur ekki með
í orðasambandinu í fomu máli. Eingöngu var talað um að setjast í stein í
merkingunni að ganga í klaustur. Aldrei er talað um að setjast í heilagan
stein og gæti það bent til þess að orðasambandið sé gamalt þótt ég hafi ekki
fundið dæmi. Helgan stendur þarna í þolfalli og kemur heim og saman við
beygingardæmið sem ég sýndi í upphafi.
Heilagur í málsháttum
Fáir málshættir virðast hafa fest í sessi þar sem heilagur kemur fyrir. Þó má
nefna:
svo bregðast helgir menn sem aðrir
ekki verður altíð sungið heilagt
það er ekki oft að heilagur andi kemur í Laxárdal
ekki eru allir helgir sem kirkju sœkja
Síðasta dæmið um notkun á heilagur, sem ég ætla að nefna, er úr
þýðingu Halldórs Laxness á Fjallkirkju Gunnars Gunnarssonar. Þar stendur
á einum stað (1951:404): „Nú skellum við í okkur sjóðandi kaffitári með
svolitlum heilögum anda út í.“ Þetta er eina dæmi Orðabókarinnar og er vel
hugsanlegt að Gunnar noti danskt orðasamband í frumtexta sínum.
Ég hef nú dregið saman það helsta sem ég fann um merkingarsvið og
notkun orðsins heilagur. Hin foma merking orðsins lifir enn góðu lífi og
sýnir samfelluna í íslensku máli, en ný notkun hefur einnig orðið til sem
sýnir að málið er lifandi og frjótt og nýtir sér fornan arf til nýsköpunar.
33