Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Side 44

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Side 44
Spennan og hringiðan í málverkinu á sér hliðstæðu í þeirri spennu og óreiðu sem ríkir í lífi Alexanders. Þungamiðjan í mynd da Vincis er María með Jesúbarnið, Guð meðal manna. Þar ríkir kyrrð og jafnvægi. Út úr myndinni má einnig lesa að fyrsti vitringurinn hafi þegar afhent gjöf sína, gullið, þar sem Jósef heldur á loki af dýrindis skríni, og að annar þeirra sé í þann mund að afhenda sína, þ.e. reykelsið.20 Kirkjufeðurnir og Lúther sáu í reykelsinu tákn guðdómleika Jesú.21 Reykelsið er jafnframt tákn bænar og fórnar (S1 141.2). Það minnir á að Kristur er æðstipresturinn sem biður fyrir mönnunum og færir hina algildu fóm fyrir þá. Þetta er athyglisvert í sam- hengi kvikmyndar Tarkovskys þar sem bæn og fóm gegna veigamiklu hlut- verki í þágu björgunar mannkyns frá eyðingu kjarnorkustríðs. Tréð á málverki da Vincis er augljóslega lífsins tré og er andstæðan við visnaða tréð sem Alexander og sonur hans gróðursetja. í gamalli kristinni íkonalist kemur lífsins tré gjaman fyrir með grænni laufkrónunni ásamt visnuðu skilningstrénu.22 Vegna óhlýðni mannsins varð skilningstréð að tré dauðans. Tréð sem Alexander gróðursetur með syni sínum er tákn dauða þeirrar menningar sem reiðir sig alfarið á hið efnislega og eigið hyggjuvit í formi trúar á tækniframfarir. Aðeins trú á guðlegt kraftaverk getur gætt tréð lífi. Sagan af munknum í rétttrúnaðarkirkjunni sem Alexander segir syni sínum áréttar það. Gamall munkur plantaði dauðu tré uppi á fjalli og fól lærisveini sínum að vökva það daglega þar til það vaknaði til lífs. A hverjum morgni fór lærisveinninn með fötu af vatni upp á fjallið og vökvaði tréð. Þetta gerði hann í þrjú ár þar til dag nokkurn að hann kom að trénu í blóma. í huga Tarkovskys er vökvun trésins tákn trúar. Hann talar jafnframt um að upphafs- og lokaatriði myndarinnar, þar sem tréð er í aðalhlutverki, séu þeir hápunktar sem atburðir myndarinnar gerast á milli.23 Fórnin er þannig einnig römmuð inn með spurningunni um trú. I kristinni hefð verður krossinn tákn fyrir lífsins tré í hinni nýju Paradís. Hér má jafnframt minna á texta á borð við Jes 11.1: „Af stofni Ísaí mun kvistur fram spretta og angi upp vaxa af rótum hans,“ og Jes 53.2: „Hann rann upp eins og viðarteinungur fyrir augliti hans og sem rótarkvistur úr þurri jörð.“ Þetta eru hvort tveggja textar sem nota myndina af trénu og báðir eru túlkaðir sem messíasarspádómar og vísa því að kristnum skilningi til Krists. Enski listasöguprófessorinn Martin Kemp vísar t.d. til Jes 11.1 í túlkun sinni á trénu í verki da Vincis og bendir á að hin heilaga rót (Radix Sanctá) hafi verið ein af mörgum myndlíkingum um Maríu mey.24 Á mynd 20 Zöllner, 2003, s. 53. 21 Hill, 1972, s. 84. 22 Larsson og Hammar, 1992, s. 115. 23 Tarkovsky, 1986, s. 224. 42
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.