Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Síða 46

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Síða 46
Ottós stendur hann fyrir framan myndina og speglast í henni eins og fyrr og rennur aftur saman við myndina af Maríu og Jesúbarninu. í framhaldinu fer hann svo á fund Maríu. Þegar hann hefur lagst með henni birtist í annað skiptið af tveimur svipmynd af afleiðingum stríðsógnarinnar, fólk hlaupandi ráðvilt um borgarstræti, síðan sést drengurinn sofandi í rúmi og loks María sitjandi hjá Alexander undir tré, en hefur þá tekið á sig mynd Adelaide eig- inkonu hans. Undir heyrist huggandi rödd sem gæti verið rödd eiginkonu eða móður Alexanders. Þá birtist enn einu sinni málverk da Vincis en nú kemur dóttir Alexanders, Marta, eins og hlaupandi nakin út úr henni rekandi hænsni á undan sér eftir ganginum í húsinu þeirra. Svo birtist eiginkona hans og síðan vaknar hann í sófanum undir mynd da Vincis og segir „mamma“. Svo virðist því að allt atriðið með heimsókninni til Maríu hafi verið draumur. Nú er allt orðið eins og áður. Kjarnorkustríðsváin er horfin. Hér vekur athygli hvernig heimsóknin til Maríu er römmuð inn með mynd da Vincis af Maríu og Jesúbarninu og tilbeiðslu vitringanna og hvernig sá friður og ró sem er í þungamiðju myndarinnar ríkir nú í kringum Alexander þar sem hann vaknar á sófanum. Nú er aðeins eitt eftir, að standa við lof- orðið um fómina. Bach Arían úr Matteusarpassíu Bachs (1685-1750) er miskunnarbæn, Erbarme Dich, Gott. Það er athyglisvert að Tarkovsky skuli nota þessa aríu bæði í upphafi og niðurlagi Fórnarinnar. Um er að ræða miskunnarbæn sem sungin er í passíunni eftir að Pétur hefur afneitað Jesú þrisvar og fer út og grætur eftir að haninn gól þriðja sinni. Að skilningi Tarkovskys hefur nútímamaðurinn afneitað Guði í efnishyggju sinni og kallað yfir sig and- legan dauða: Heimur okkar manna er byggður, hannaður, samkvæmt efnislegum lög- málum, því maðurinn hefur mótað samfélag sitt með formum dauðs efnis og tekið á sig lögmál þess. Þess vegna trúir hann ekki á Andann og hafnar Guði. Hann nærist á brauði einu saman. Hvernig getur hann séð Andann, krafta- verk, Guð, ef slíkt á sér engan stað í byggingunni, ef því er ofaukið frá hans sjónarhóli séð.26 Þessi orð eiga sér samhljóm í því sem kalla mætti „syndajátningu“ Alex- anders hjá Maríu. Larson og Hammar lýsa samskiptum þeirra heima hjá henni eins og ritúali.27 Hún býður honum að þvo óhreinar hendur sínar í vatni, síðan leikur hann forleik á orgel. Að því búnu kemur syndajátningin. 26 Tarkovsky, 1986, 228. 44
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.