Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 65

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 65
Bænaskóli Talað hefur verið um Saltarann sem bænaskóla18 og er það alls ekki fjarri lagi. Það leiðir hugann að tíðagjörðinni, þeirri fomu siðvenju að hafa sálm- ana um hönd eða flytja þá á ólíkum tímum sólarhringsins. Það minnir á orðalag 145. sálms: Á hverjum degi vil ég prísa þig og lofa nafn þitt um aldur og ævi. Það var Benedikt af Núrsíu (480-550) með klausturreglu sinni á miðri 5. öld sem kom föstu formi á tíðagjörðina, þ.e. reglubundinn flutning Davíðs- sálma á ólíkum tímum sólarhringsins. Þessi regla varð ríkjandi í munkalífí Vesturlanda. Syngja skyldi alla 150 sálmana á einni viku og alltaf var byrjað á sálmi 1 á næturvökunni fyrir Drottins dag. Þess má geta að 1. sálmur (Sæll er sá maður er eigi fer að ráðum óguðlegra) var í sérstöku dálæti hjá Þorláki helga Þórhallssyni biskupi (1133-1193) sem var handgenginn tíðagjörðinni frá því er hann var ábóti í klaustrinu sem hann stofnaði í Þykkvabæ í Álfta- veri.19 Það eru til margar mismunandi aðferðir við tíðagjörðina. Rómversk-kaþ- ólsku tíðagjörðinni frá 1970 er til dæmis hagað þannig að sálmunum er skipt niður á fjórar vikur. Meginmálið er að hinn kristni maður skal ætíð biðja og alstaðar. Þá hvatningu er snemma að finna í kristnum bókmenntum. Það segir sig sjálft að þegar beðið er daglega með orðum Saltarans kemst maður ekki hjá því að mótast af honum. Þegar kirkjufaðirinn Ágústínus (354-430) í hinum kunnu Játningum sínum - eða raunar hvaða annar kirkjulegur höfundur sem er - fléttar iðu- lega inn í guðfræðiskrif sín vers úr Davíðssálmum þá er það einfaldlega vegna þess að hinir fornu kirkjufeður voru svo mótaðir af sálmunum að orðalag þeirra var orðinn hluti af daglegu tungutaki þessara manna. Svo mjög höfðu þeir hrærst í heimi sálmanna, haft þá um hönd sem bænir í trú- arlífi sínu og helgihaldi hinna kristnu safnaða. Undir áhrifum frá klaustrunum varð smám saman til forskrift fyrir presta í þeim tilgangi að sá sem ekki gat verið við safnaðarbænina gat í þess stað lesið sína bæn í einrúmi. Einhvem tíma á 10. öld hafði það orðið að almennri reglu í hinni vest- rænu kristni að hið svokallaða „brevíaríum“ (af latneska lýsingarorðinu 18 C. Broomé s. 1995, 138. 19 Sjá Sigurður Sigurðarson 1993. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.