Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 100
stefið um Jerúsalem sem tekið er upp í kristnum bókmenntum. Það er í
Ræðuheimild (Q)5 samstofnaguðspjallanna sem þessi hugmynd kemur fyrst
fyrir augu í elstu heimildum hinna kristnu trúarbragða (Q 13.35). Sorgin yfir
örlögum Jerúsalem sem drepur spámenn Israels, nú í hlutverki einhverra
fyrstu fylgjenda Jesú frá Nasaret, gefur um leið til kynna að hún hafi misst
stöðu sína sem varnarþing hinnar guðlegu nálægðar og þá um leið sem hei-
lags staðar. Hún er yfirgefinn staður í Ræðuheimildinni.6 Musterið stendur
að sönnu enn á þessum tímamótum í sögu Ræðuheimildarinnar en það hefir
misst öll pólitísk áhrif frá innreið og yfirtöku Pompejusar á Jerúsalem.7 Um
leið er ljóst að Jerúsalem er ekki einasta ógnin við fólkið á bak við Ræðu-
heimildina, óvinir klúka á mörgum stöðum eins og í Galíleu sjálfri.8
í guðspjöllunum gegnir Jerúsalem á hinn bóginn miðlægu hlutverki en
einmitt vegna þess að för Jesú frá Nasaret er þangað heitið.9 Lúkas guð-
spjallamaður gefur lesendum sínum ótvírætt til kynna að Jesú bíði sömu
örlög og þeirra spámanna sem látið hafi lífið í Jerúsalem.10 í Lúkasarguð-
spjalli og Postulasögunni, hinu eiginlega eða ítarlegasta epíska verki um
uppruna kristindómsins, má sjá hvernig áherslan á Jerúsalem breytist. I guð-
spjallinu liggja allir vegir til hinnar víðsjárverðu borgar en í Postulasögunni
frá henni og til Rómar." Grundvöllur (klettur) hinnar nýju kirkju verður þá
ekki borg dauðans og upprisunnar heldur hins ráðandi pólitíska valds.
í Opinberunarbókinni, frá því snemma á annarri öld,12 birtist Jerúsalem í
skýjaborgum himins og fyrirheiti um nýja borg undir nýjum himni á nýrri
jörð, það er þegar allt hið gamla (núverandi) er liðið og allt er orðið nýtt
5 Um Ræðuheimildina sjá, John S. Kloppenborg Verbin, Excavating Q: The History and Setting ofthe Say-
ings Gospel (Minneapolis, MN: Fortress, 2000). Tilvísanir til kafla og versa fylgja röð Lúkasarguðspjalls
en auðkennt með bókstafnum“Q“.
6 Svo Jonathan L. Reed, Archaeology and tlte Galilean Jesus: A Re-examination of the Evidence (Harris-
burg, PA: Trinity Press Intemational, 2000), 187. Ennfremur segir Reed, „This distance has been noted in
cosmic terms of the „supra-historical entity“ of the addresser, or described in temporal terms of the rejec-
tion of Jesus’ message and messengers as a remote/ai7 accompli. But this distance can also be expressed
in spatial terms in that the Q community viewed Jerasalem as remote on its social map“ (ibid., 187).
7 Um hlutverk musterisins á meðal þess fólks sem stendur að baki Ræðuheimildarinnar sjá t.d., Kyu Sam
Han, „Q and the Temple: The Q Community’s Attitude toward the Temple” (Ph.D. Diss.; John Knox Coll-
ege, Toronto School of Theology, 1998).
8 Sbr. Reed, Archaeology, 187-188.
9 Ibid., 187.
10 Sbr. Luke Timothy Johnson, Tlte Gospel ofLuke (Sacra Pagina 4; Collegeville, MN: The Liturgical Press,
1991), 218.
11 Sbr. Marianne Palmer Bonz, The Past as Legacy: Luke-Acts and Ancienl Epic (Minneapolis, MN: For-
tress, 2000), 87-128.
12 Sjá t.d. Helmut Koester, Introduction to the New Testament, Volume 2, History and Literature of Early
Chrisliantiy (ensk þýð. sami; Philadelphia, PA & Berlin: Fortress & de Gruyter, 1982), 248-257; Burton
L. Mack, Wlto Wrote the New Testament? The Making of the Christian Myth (San Francisco, CA: Har-
perSanFrancisco, 1995), 193-197.
98