Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 120

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 120
Á íslandi, þar sem ekki var óðalsréttur, hafði þetta þau áhrif, að arfar skipt- ust minna en fyrr. Sonur kirkjueiganda, er tók við staðarforráðum, fékk eignir kirkjunnar í sinn hlut án þess þær kæmu til skipta. Horfði þetta þá til þess að efla aftur færri menn til höfðingja. En síðar varð það upphaf staða- mála, svo sem enn mun getið.50 Jarðir í einkaeigu gátu gengið kaupum og sölum en kirkjueign mátti hvorki selja né sundra á nokkurn hátt. Jarðeignir voru því líklegri til að haldast sem ein heild ef þær voru lagðar undir kirkju fremur en ætt eða einstakling. Ekki er ljóst af riti Sigurðar Nordals hvort það hafi verið „úthugsaður“ til- gangur með gjöfum til kirkna að varðveita ættargóssið óskert og styrkja þannig völd gefandans og afkomenda hans. Það er hins vegar skoðun Axels Kristinssonar sem að nokkru leyti fetar í fótspor Sigurðar. Hann gerir ekki lítið úr því að stofnun kirkna hafi verið sáluhjálparatriði og getað átt þátt í því að tryggja mönnum sæluvist á himnum. En hann telur jafnframt að margir eignamenn hafi gefið stórfé til kirkna og stofnað staði í þeim tilgangi fyrst og síðast að varðveita ættargóssið því að þá skiptist það ekki við erfðir.51 Orri Vésteinsson er á svipuðum slóðum og Axel að því leyti að telja „praktískar“ ástæður hafa ráðið gjöfum til kirkna þó að hann efist ekki heldur um að oft hafi trúarþel einnig búið þar að baki.52 Kenning hans er sú að stofnun kirkna og rausnarlegar gjafir til þeirra hafi verið aðferð höfðingja til að tengja áhrifamátt ættar sinnar við tiltekinn stað fremur en leiðtoga- hæfileika einstakra manna og tryggja þannig til frambúðar völd hennar í heimahéraði.53 Af öðrum toga eru skýringar Guðrúnar Ásu Grímsdóttur. Hún veltir því fyrir sér hvort það hafi e.t.v. verið til almannaheilla þegar jarðir og hlunn- indi voru fengnar kirkjum til eignar. Hún bendir á að í fjölmörgum mál- dögum eru skilmálar um ómagavist enda boðaði kirkjan líknsemi við þurfa- menn og volaða. En þetta fyrirkomulag var tvíbent eins og Guðrún Ása víkur sjálf orðum að. Þessir ómagar voru oft af ætt þeirra sem settu kirkju á stofn - og þannig losnuðu þeir við framfærslubyrðina - auk þess sem þurfa- mannatíund hlaut að skreppa saman eftir því sem kirkjujörðum fjölgaði en skattskyldum jörðum fækkaði. í annan stað setur Guðrún Ása fram það sem hún kallar „hugboð eða getgáta“ að kirkjum hafi í öndverðu verið fengnir 50 Sigurður Nordal: Islenzk menning, s. 294. 51 Axel Kristinsson: „Islenskar ríkisættir á 12. og 13. öld: Lóðréttar ættarhugmyndir héraðshöfðingja og staðarhaldara." íslenska söguþingiö 28.-3I. maí 1997. Ráðstefnurít I. Ritstj. Guðmundur J. Guðmunds- son og Eiríkur K. Bjömsson. Reykjavík 1998, s. 80. Magnús Stefánsson hefur gert athugasemdir við þessa kenningu Axels („Um staði og staðamál", s. 148-151 (sjá 36. nmgr.) - og andsvar Axels Kristins- sonar: „Litlar athugasemdir um stóra staði.“ Saga. Tímarit Sögufélags 2003 (1), s. 181-183). 52 Orri Vésteinsson: The Chrístianization of Iceland, s. 114 (sjá 9. nmgr.). 53 Orri Vésteinsson: The Christianization oflceland, s. 115, 239-240. 118
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.