Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Side 125
afhendingu kirknanna að vörsluréttur þeirra væri umbun eða gjöf frá kirkju-
yfirvöldum en ekki hefðgróin eign sem upphafsmenn kirknanna hefðu
stofnað til enda lét hann þá leikmenn fá kirkjumar aftur til varðveislu sem
þetta viðurkenndu.77 Leikmönnum hefur hins vegar sviðið sárt að vörslurétt-
urinn skyldi nú lúta dómsögn kirkjunnar og að þeir hefðu enga tryggingu
fyrir því að sá réttur yrði ekki af þeim tekinn. Átökin um kirkjueignimar
áttu eftir að harðna og náðu hámarki um einni öld síðar þegar Ámi Þorláks-
son Skálholtsbiskup (1269-1298) lagði allt í sölumar til að ná frá leik-
mönnum forræði yfír stöðunum og gera þá að kirkjulénum (benefic-
iumlbeneficii) sem hann einn og eftirmenn hans gætu úthlutað til varðveislu.
Staðirnir áttu heimaland allt og ýmsar aðrar eignir svo að það var eftir
nokkm að slægjast að fara með staðarforráð. En staðamál, sem svo eru
nefnd, snerust ekki einvörðungu um staðina og forræði þeirra heldur kirkju-
eignir almennt eins og samkomulag það, sem að lokum náðist, ber gleggst
vitni um. Árið 1297 var undirrituð sættargerð á Ögvaldsnesi í Noregi sem
batt enda á staðamálin. Þar var kveðið svo á um að þeir staðir, sem kirkjur
áttu alla (þ.e. heimaland allt ásamt öðmm eignum) skyldu vera undir for-
ræði biskups en öðrum kirkjum og eignum þeirra skyldu leikmenn
„halda.“78 Kirkjur þær sem leikmenn fengu að halda voru síðar nefndar
bændakirkjur en staðirnir mynduðu stofninn í því safni kirkjujarða sem tek-
ist hefur verið á um fram undir vora daga.
I sambandi við sættargerðina í Ögvaldsnesi er athyglisvert að þar var
hvergi tekin afstaða til þess hver væri raunverulegur eigandi þeirra kirkna
sem um var deilt. Hið lögspekilega inntak eignarréttarins skipti ekki öllu
máli heldur hin „praktíska“ hlið hans. Ef „áhald“ kirkju eða vörsluréttur
nægði til að auka leikmönnum fé og frama í samfélaginu mátti einu gilda
hver væri raunvemlegur eigandi þeirra. Biskupar gátu ekki heldur talið sig
eigendur kirkna því að enn voru í fullu gildi samþykktir fjórða kirkjuþings-
ins í Konstantínópel frá 869-870. Þar var biskupum stranglega bannað að
selja ræktarlönd og lausamuni kirkna eða farga þeim á nokkurn hátt nema
til þess eins að leysa fanga úr haldi.79 Að auki hafði Vilhjálmur kardínáli af
Sabína tekið það skýrt fram þegar hann sótti Norðmenn heim 1247 að
„[ejnginn biskup skal og dirfist að leggja undir sig eða sinn stað eignir eða
77 Orri Vésteinsson telur að Þorlákur haft einungis viljað innleiða vörsluréttinn (ius patronatus) en ekki
stefnt að því að ná yfirráðum á kirkjueignum (The Christianization oflceland, s. 119, 126-130). Sbr. hins
vegar Magnús Stefánsson: „Kirkjuvald eflist“, s. 98-104 (sjá 15. nmgr.).
78 Magnús Stefánsson: „Kirkjuvald eflist", s. 223-226.
79 Decrees of the Ecumenical Councils 1, s. 177. Sbr. einnig Corpus luris Canonici 2, d. 513 (Cap. V.).
Sennilega hefði það talist brot á kirkjulögum þegar Bjöm Gilsson Hólabiskup tók 120 hundruð (jafnvirði
120 kúgilda) af fé biskupsstólsins og gaf til nýstofnaðs klausturs að Þverá í Eyjaftrði (Biskupa sögur 1
(1858), s. 415).
123