Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 162

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 162
býsna ósamstæðir og að efnisyfirlitið hefði mátt hugsa betur og nánar. En það breytir ekki því að þarna er að frnna mjög fróðlegt efni og um það er fjallað á áhugaverðan hátt. Rúmið leyfír aðeins að gripið sé niður í bókinni á stöku stað, tekin fáein dæmi til að veita lesandanum innsýn í þetta forvitnilega og talsvert nýstár- lega rit. 2. kaflinn er mjög áhugaverður. Þar kemur fram að Jesaja er marg- sinnis nefndur á nafn í Nýja testamentinu en hið sama á ekki við um hina spámennina. Þessi staðreynd skipar Jesaja á bekk með Móse, Elía og Davíð. Hinar fjölmörgu tilvitnanir Nýja testamentisins í Jesajaritið benda sterklega til þess að Jesús sjálfur hafi verið handgenginn ritinu. Þá er og bent á þá for- vitnilegu staðreynd að Jesajaritið hafði einnig sérstöðu í Dauðahafshandrit- unum. Það er fróðlegt að draga ályktanir af því til hvaða texta Jesajaritsins var einkum vitnað. Athugun á þessu leiðir í ljós að tilvitnanir í Jesajaritið eru einkum og sér í lagi til að réttlæta kristniboð hjá öðrum (heiðnum) þjóðum. Hjá Páli postula virðist fyrst og fremst sem Jesajaritið hafi verið uppspretta vonar en síður falið í sér dóm eða fordæmingu. Eins og vænta mátti er mikið af áhugaverðum dæmum að frnna í 9. kafl- anum um notkun Jesaja í bókmenntum og tónlist. Meðal heimsþekktra höf- unda sem voru undir áhrifum frá Jesaja nefnir Sawyer sjálfan Shakespeare. I Hamlet vitnar hann t.d. óbeint í Jes 1:18 („Þó að syndir yðar séu sem skar- lat, skulu þær verða sem mjöll. Þó að þær séu rauðar sem purpuri skulu þær verða sem ull“) en þó með það skýrum hætti að þeim sem þekkir Jesajatext- ann dylst ekki hvert tilvísunin er sótt. Það má bæta því við að þessi sami texti var einn þeirra ritningarstaða sem mestum deilum olli í kærumálum sem urðu út af íslensku biblíuútgáfunni árið 1908. Þá nefnir Sawyer Milton sem dæmi um annan höfund sem sótti mikið til Jesaja. Þannig varð Jesaja honum innblástur að lýsingunni á falli Satans í upphafi Paradísarmissis (Paradise Lost). Þar er vitnað í Jes 14:12-15. Sennilega er Messías eftir Hándel þekktasta dæmið um notkun Jesajat- extanna í tónlist. Fyrstu tveir hlutar verksins eru að verulegu leyti teknir úr Jesaja. Tónverk Brahms Ein Deutsches Requiem sækir einnig ríkulega til Jesaja. Loks skal nefndur til sögunnar tónlistarmaður úr samtímanum sem allir þekkja, þ.e. Bob Dylan. Hann hefur stundum verið nefndur Jesaja með gítar. Plötu sinni John Wesley Harding hefur Dylan sjálfur lýst sem fyrstu biblíulegu rokkplötunni. í k. 11 er réttilega bent á að fáar bækur Biblíunnar nota í eins ríkum mæli kvenlegt myndmál um Guð og gert er í Jesajaritinu. Þar má fínna kafla þar sem Guði er líkt við konu og Guði eru eignaðir kvenlegir eiginleikar. Þessir textar hafa mjög verið til umræðu hjá kvennaguðfræðingum á síðustu árum. Skv. Jes 66:13 segir Guð við þjóð sína: „Eins og móðir huggar son sin, eins 160
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.