Skagfirðingabók - 01.01.1985, Page 14
SKAGFIRÐINGABÓK
það, herðabreiður og sterklegur enda rammur að afli.
Hann var dökkleitur á hár, en ekki þó svartur. Gráeygur
var hann og fasteygur. Nokkuð var hann stórskorinn í
andliti en mjög gerðarlegur að allri ásýnd. Mjög bar hann
svipmót móðurfrænda í Fljótum. I framkomu var hann
djarflegur, og glaðlegur í viðmóti. Talinn var hann góður
námsmaður og var í góðu áliti hjá kennurum og skóla-
bræðrum. Þess var þá og vart að hann var ólgandi af
framfarahug og bjartsýni. Að lokum þetta: Arni var
ákaflega áflogagjarn. Eg held að það hafi sjaldan liðið svo
dagur að hann lenti ekki í tuski við einhvern strákanna.
Alltaf var það í góðu og gáska. Enginn stóðst hann. Hann
glímdi mikið og var ágætur glímumaður. Eg held að hann
hafi aldrei slæpst. (Úr bréfi til höf. frá 20. júní 1983).
Það er á Hólaárunum sem kveikjan verður að ættarnafninu
Hafstað. I fundargerðabók er Arni kallaður Hafsteins á einum
stað að minnsta kosti. Sjálfur segir hann:
Það voru nú eiginlega aðrir, sem völdu mér það (þ. e.
nafnið Hafstað). Ég var tvítugur þegar ég fór í skólann á
Hólum, árið 1903. Þar var fjölmennt í þá daga, við vorum
49 skólapiltar og ekki færri en fjórir sem hétum Arni . . .
og til þess að kunna skil á við hvern Arnann var átt, voru
viðurnefni gefin. Var ég þá kallaður Arni Hafsteinn, en
þegar ég fór utan ári síðar, fékk ég nafnið Hafstað viður-
kennt (Gísli Kristjánsson, 357).
Þetta nafn hefur fylgt börnum Arna og mörgum afkomend-
um yngri kynslóða. Ættin hefur af sumum verið nefnd
Hafstaðsætt, sbr. bækling Þorsteins Jónssonar með því nafni. —
Náminu við bændaskólann lauk vorið 1905 með dvöl í Gróðr-
arstöðinni á Akureyri. Þangað fóru Hólasveinar með Sigurði
skólastjóra til að kynna sér garðyrkju.
Þegar hér er komið sögu er Arni orðinn fulltíða maður,
tuttugu og tveggja ára. Hann hefur hlotið góða menntun á þess
12