Skagfirðingabók - 01.01.1985, Page 22
SKAGFIRÐINGABÓK
framsögu um kvenfrelsi, en um samvinnu og félagsskap á
öðrum. Um bindindismálin er það að segja, að hinn 25. október
1908 tók Tindastóll þá ákvörðun, eftir mikið stapp, að bindind-
isheits skyldi krafist af félagsmönnum. Eðlileg viðbrögð þeirra,
sem ekki sættu sig við þetta, hlutu að vera að hætta beinni
þátttöku í félaginu, enda gerði Arni það. Bindindismaður vildi
hann ekki vera. Oregla var þó fjarri honum.
Áður en skilist verður við æsku-þátt Arna, skal getið um þá
hugmynd hans og tveggja annarra ungra manna árið 1910 að
halda hátíðlegt þttsund ára byggðarafmæli í Skagafirði. Sendu
þeir sýslusjóði langt bréf þar sem þeir fóru fram á stuðning við
slíkt hátíðarhald. Bréfið sem er undirritað af Brynleifi Tobías-
syni, Árna og Olafi Sigurðssyni á Hellulandi ólgar af krafti. Það
endar svo:
Vér teljum það núlifandi Skagfirðingum happ, að tækifæri
þetta berst upp í hendur þeirra.
Og vér vonum að skörungsskapur, drengskapur og
atorka góðra Skagfirðinga vinni nú í sameiningu að frægð
og heill vors kæra, fagra héraðs.
Mótið var ekki haldið.
I Skinfaxa lítur Arni til ungmennafélagsáranna:
Þegar ég nú sem eldri maður lít yfir þetta tímabil, dylst
mér ekki, að með ungmennafélagsskapnum berast nýir og
hollir straumar inn í þjóðlífið, sem fjarlægðu heimóttar-
skap, er þá var alls ekki óþekktur; þessir straumar örvuðu
sjálfstraust félagsmanna og gerðu menn eðlilega í allri
framkomu og þá jafnframt meiri félagshyggjumenn og
frjálslegri í allri hugsun (42).
20