Skagfirðingabók - 01.01.1985, Page 33
Víkursystkin við útför Ama Hafstað vorið 1969, frá vinstri: Valgerður,
Sigríður, Halldór, Erla, Haukur, Steinunn, Páll, Sigurður, Arni. Guðbjörg
lést árið 1966. Ljósm.: Hreinn Halldórsson.
Þau Arni gengu í hjónaband 13. mars 1914. Eignuðust þau
saman 11 börn, og komust 10 til fullorðinsára. Börnin voru
þessi:
Arni, fæddur 2. febrúar 1915. Umsjónarmaður hjá Landssíma
Islands. Kona: Arngunnur Ársælsdóttir hjúkrunarkona.
Sigurdur Hersteinn, fæddur 27. júlí 1916. Sendiráðunautur í
utanríkisþjónustu íslands. Kona: Ragnheiður Kvaran.
Páll Steinþór, fæddur 8. desember 1917. Skrifstofustjóri Orku-
stofnunar. Kona: Ragnheiður Baldursdóttir kennari.
Steinunn Alda, fædd 19. janúar 1919. Hótelstjóri á Selfossi. Gift
Jóni Guðmundssyni yfirlögregluþjóni í Hafnarfirði. Hann lést
árið 1962.
Jón Haukur, fæddur 23. desember 1920. Framkvæmdastjóri
Landverndar, áður bóndi í Vík. Kona: Aslaug Sigurðardóttir
fóstra.
Ingibjörg Erla, fædd 6. desember 1921. Gift Indriða Sigurðs-
syni verkstjóra, áður stýrimanni.
31