Skagfirðingabók - 01.01.1985, Page 38
SKAGFIRÐINGABÓK
blasir þá við mér í sólskininu úti á hlaði nema skólastjór-
inn og börnin hans 28. Mér varð á að skella á læri af
undrun og sagði víst stundarhátt: „Eruð þið bara kom-
in?“ Svarið var: „Já klukkan er nú orðin 9, og við eigum
langa ferð fyrir höndum.“ „Klukkan er nú ekki nema 7 á
þessum bæ,“ sagði ég með töluverðum gusti. Komst ég þá
að því mér til hrellingar, að fólkið í Fljótum fór eftir
sveitaklukku, sem var tveimur tímum á undan síma-
klukku sem við höfðum þá lengi farið eftir.
En auðvitað fengu allir sinn morgunverð, svo allt fór
vel að lokum. En lítið var þá eftir af brauði og kökum
handa næstu gestum (120—21).
V
Um búnaðarsögu Arna skal nú farið nokkrum orðum, en
stiklað mjög á stóru. Eins og fyrr segir hóf Arni búskap í Vík
árið 1908 ásamt Sigríði systur sinni. Túnasléttun hefur verið
aðalverkefnið eftir að húsbyggingu lauk, enda túnið ákaflega
þýft. I skýrslu um jarðabætur frá búnaðarfélagi hreppsins má
lesa um miklar framkvæmdir í Vík árin 1909 — 13. Túnasléttunin
er meiri en á öðrum bæjum í hreppnum, stundum langtum
meiri. Arið 1909 eru dagsverkin við jarðabætur í Vík 374, en
samtals í hreppnum 792. Ekki var þó um að ræða stórbúskap,
hvorki þá né síðar, miðað við það sem jörðin gat borið. Arni
bendir á þetta í viðtali við búnaðarblaðið Frey 1951. „Engjalán
og heysala,“ segir hann þar, „hefir verið gott búsílag og þá
jafnan fengizt peningar eða önnur verðmæti, sem þörf var fyrir
og kom að góðum notum á hverjum tíma“ (358). I viðtali þessu
má fræðast um ýmislegt varðandi búskap Arna, sem hér yrði of
langt allt upp að telja.
Steinar Bjarnason segir þetta um búskaparhætti í Vík á
árunum kringum 1915:
36