Skagfirðingabók - 01.01.1985, Page 48
SKAGFIRÐINGABÓK
mundarsonar, voru vísir að reglulegu héraðsskólahaldi, en í
byrjun var einmitt talað um, að í skólanum í Varmahlíð skyldi
lögð áhersla á verklega mennt og íþróttir. I tengslum við sum
námskeiðanna var kennd íslenska og fleiri bóklegar greinar.
Gísli Magnússon, einn aðalmanna Varmahlíðarfélagsins, var
fenginn til þessarar kennslu og þótti takast afar vel.
4) Kaldavatnsleiðsla var lögð, um kílómeters veg, til Varma-
hlíðar, eftir mikið stímabrak við efnisöflun til hennar.
5) Staðurinn var mældur og kortlagður til þess að skipuleggja
mætti hann sem best. Einnig ákveðin teikning skólahúss.
6) Árlegum vorhátíðum var komið á í tengslum við aðalfundi
félagsins í Varmahlíð. Hin fyrsta var haldin 1938.
7) Grundvöllur var lagður að skógrækt í Varmahlíð með 10
þúsund króna framlagi úr sýslusjóði 1943.
Margt fleira mætti tína til. Þegar Árni hætti formennsku í
Varmahlíðarfélaginu, og ári síðar í skólanefndinni, var ástæða
til mikillar bjartsýni um framgang skólamálsins. Hefur Árni
trúað því, að félagið væri á réttri leið. Hann vildi að við því
tækju yngri menn, enda var hann roskinn orðinn og heilsutæp-
ur er hér var komið. Það hljóta því að hafa orðið honum eins og
mörgum öðrum unnendum Varmahlíðarfélagsins mikil von-
brigði að sjá ekki drauminn um héraðsskóla í Varmahlíð á
fimmta áratugnum rætast. Ekki skal fjölyrt um það hvernig
málin snerust á fundi skólanefndar með fulltrúa fræðslustjóra
og nokkrum þingmönnum í Varmahlíð hinn 24. júlí 1947, en þá
var þegar búið að steypa grunn að skólahúsi. Fyrir lá, að sýslan
lofaði framlagi að einum fjórða á móti fjárveitingu ríkis til
skólabyggingarinnar. Þetta var í samræmi við alþingisákvörðun
frá árinu áður að sýslufélög skyldu vera beinir kostnaðaraðilar
46