Skagfirðingabók - 01.01.1985, Page 49
ARNI I VIK
að héraðsskólum. Að loknum umræddum fundi í Varmahlíð
sendi Aðalsteinn Eiríksson fulltrúi fræðslustjóra skeyti til
Reykjavíkur, þar sem hann lagði svo fyrir að fjármagnið sem
renna átti til Varmahlíðarskóla skyldi fara til uppbyggingar
Skógaskóla undir Eyjafjöllum.
Eftir að Arni í Vík hætti formennsku í Varmahlíðarfélaginu
er svo að sjá sem kraftur þess þverri til muna. Fundargerðabók
bendir til þess. Að nokkru leyti mætti skýra þetta með því, að
skólanefnd Varmahlíðarskóla hafði tekið að sér mörg verkefni
Varmahlíðarfélagsins. Kraftleysi Varmahlíðarfélagsins sjálfs eft-
ir árið 1943 kann að hafa valdið því, að fundurinn í Varmahlíð
24. júlí 1947 endaði eins og raun varð á. Hefði félagið þá verið
það sem það var hefði það getað veitt skólanefndinni dýrmætan
stuðning og örvað til dáða.
Aður en skilið verður við Varmahlíðarfélagið og Arna skal
tilgreint dæmi, sem lýsir einlægni hans í garð félagsins, bjartsýni
og stórhug. A stjórnarfundi félagsins 18. janúar 1939 voru
fjármálin rædd og nauðsyn þess að herða þar róðurinn. Lýsti þá
Arni því yfir „að hann og öll hans börn, 10 að tölu, yrðu
ævifélagar í félaginu Varmahlíð." Þetta hefur haft í för með sér
allmikinn kostnað fyrir Arna, því að ekki hefur hann ætlast til
greiðslu frá barnanna hendi eins og á stóð. Reyndar var Arni
ekki einn í stjórninni um slíkan stórhug.
Tvennt sem einkennt hefur starf Arna í þágu Varmahlíðarfé-
lagsins er vert að nefna sérstaklega. Annars vegar eru það
ferðalög hans til Reykjavíkur og annarra staða, málstað félags-
ins til framdráttar. Hins vegar viðleitni hans til að fá mestu
áhrifamenn þjóðarinnar til að koma á fundi félagsins. Jónas frá
Hriflu, ,faðir‘ héraðsskólanna, kom tvívegis til skrafs og ráða-
gerða og hélt hvetjandi ræður. Hermann Jónasson forsætisráð-
herra kom einnig á samkomur félagsins og vakti hrifningu fyrir
eldmóð sinn og baráttugleði. Þá átti félagið ágætt samstarf við
helsta sérfræðing héraðsskólanna, Aðalstein Eiríksson, sem
kunnur var orðinn fyrir nýjungar í skólastarfi á Reykjanesi við
47