Skagfirðingabók - 01.01.1985, Page 62
SKAGFIRÐINGABÓK
um hleypidómum manna sem og hitt, að gjöra seinni tíma
mönnum léttara fyrir að gjöra sér skýrari grein fyrir liðna tím-
anum, sem bezt vinnst með því að leitast við að segja söguna
sem líkast því sem hún hefur gengið.
Mér kemur þá til hugar að gjöra litla tilraun með að lýsa sem
bezt lifnaðarháttum bænda frá þeim tíma, sem eg fór fyrst að
veita því um líku eftirtekt. En það er annar sá galli á, að eg er
ekki svo gamall, að minni og eftirtekt mín nái framar til en um
árið 1833, því eg er fæddur vorið 1828. Hinn gallinn er, að eg
hef lengst ævinnar lifað fremst í Skagafjarðardölum og því verið
að ýmsu leyti meira afskekktur félagslífi manna. Af þessu síðara
atriði leiðir, að saga mín hlýtur að vera að mestu leyti bundin
við þá sveit, sem mér hefur gefizt stöðugast færi á að kynnast
siðum og venjum manna að fornu og nýju. Og læt eg þá sveitina
heita, í rýmri merkingu, Skagafjarðarsýslu.
Þegar maður hugsar sér að semja ritgjörð um búnað og
lifnaðarháttu almennings í fyrri tímanum, virðist mér rétt að
taka um flest það fram, sem hið daglega líf fólks studdist við,
t. a. m. bæjarhúsagjörðir, peningshús, klæðaburð manna, viður-
væri fólks, atvinnu og útréttingar, meðferð á skepnum, kaup-
gjald vinnufólks, verzlun, innlend viðskipti, heimilisskemmtan-
ir, menntun, húsandagt, kirkjurækni.
Bæjarhús
Útlit á bæjum um þetta leyti var mjög víða að mestu hið sama.
Fyrir bæjardyrum var slagþilsmynd; náði það á betri bæjum
ofan í gegn, en á lakar hýstum bæjum var þilið eins og lítil strýta
fyrir ofan bæjardyr, en fram af voru1 hlaðnir tveir stuttir vegg-
spottar, sinn hverju megin dyra og flatreft yfir. Kölluðu menn
það forskyggni. Göng frá bæjardyrum voru vanalega nokkuð
löng til baðstofu, voru þau bæði mjó og lág; voru á sumum
1 1 hdr. var.
60