Skagfirðingabók - 01.01.1985, Blaðsíða 71
LIFNAÐARHÆTTIR SKAGFIRÐINGA
20 pund til vorvertíðarinnar, þeir sem áttu að liggja til lesta.
Auk mötunnar fluttu menn nesti sitt, var það haft í allmiklum
belg; sá belgur var kallaður klakksekkur. Utan um belginn var
leðuról allsterk, kölluð klakksekksól. I dallskrínum — er svo
voru kallaðar — fluttu [menn] viðbit til ferðarinnar. Nestið var
vanalega hangið kjöt og brauð. Kökur vermanna voru afar litlar
— sem kölluðust verdalir. Attu þeir að brúka sumt af þeim
kökum til að gefa börnum á leiðinni. Hver vermaður, sem
þennan farangur hafði, varð að hafa tvo hesta, annan undir reið-
ingi, en hinn til reiðar. Dálitla ferðapeninga urðu vermenn að
hafa, bæði til að borga hey handa hestum og til að borga nætur-
greiða fyrir sjálfa sig. Mun sú borgun hafa gengið einatt eftir at-
vikum, því fæstir húsfeður á leið þeirra munu hafa fylgt þeirri
föstu reglu að selja greiða fyrir ákveðið verð, nema ef hey hefur
verið selt fyrir ákveðið verð, en sala á því var þá mjög væg, t. d.
töðumeisinn 16 skildinga (33 aura), útheysmeis1 8 skildinga.
Þegar vermenn komu suður, komu þeir hestu[m] sínum fyrir [í]
hagagöngu; munu þeir oft hafa bjargazt þar af við útigang.
Þegar til skiprúms kom, fengu vanir menn skiplag hjá skips-
eigandanum. Skiplag þetta var 10 pund af harðfisk og 10 af rúg.
Þeir vermenn, sem á þann hátt fóru suður, sem frá hefur verið
skýrt, áttu sjálfir hlut sinn eður húsbændur þeirra. I þennan
mund hertu vermenn vertíðarfisk sinn og eins vorfisk, þá er
vorvertíð var sinnt. Sumir af vermönnum sættu vinnu að vor-
inu, annaðhvert hjá kaupmönnum eða hjá bændum, þó að dag-
laun væri þá lág (þ. e. kr. 1.33 góðgjörðalaust), drógu þó þessi
litlu laun sig saman yfir vorið hjá sparsömum mönnum, svo það
gat orðið nokkurt hagræði fyrir daglaunarann eða húsbónda
hans. Nokkrir af vermönnum fóru eftir vetrarvertíðar lok
norður til heimila sinna; munu það helzt hafa verið bændur, því
svo voru verferðir sóttar um þetta leyti, að fátækir bændur fóru
frá konu og börnum suður. Var unglingi ætlað að hirða skepn-
1 Utheyismeis í hdr.
69