Skagfirðingabók - 01.01.1985, Page 72
SKAGFIRÐINGABÓK
urnar með tilstyrk konunnar. En allur meirihluti vermanna
lágu1 til þess lestaferðir hófust. Skal lestaferðanna síðar getið.
Viðurvæn
Daglegt viðurværi fólks var sem nú skal greina: til málamatar
var brúkað árið í kring grasagrautur og skyr (hrært saman) og
mjólk út á. Karlmönnum var ætlaður fjögra merka skammtur af
þessu á máli hverju, en kvenmönnum 3 merkur. Matarílát voru
almennt úr tré, askar, smíðaðir á Skaga. Um sláttinn var vinnu-
mönnfum] gefinn litli skattur, það var í pottaski; víða mun hafa
verið siður að láta skyr og mjólk vera í litla skatt. Litli skattur
var borðaður um sama leyti morguns og menn drekka nú kaffi,
þvínæst kom skatturinn, eins og áður er getið. Til miðdags var
hafður fiskur og smjör allan sláttinn út. A eftir var karlmönnum
gefinn pottur annaðhvert af skyri og mjólk eða hræring og
mjólk. Þessi vökvun var kölluð eftir á. Og seinast kom 4 merka
kvöldskammturinn. A vetrum vóru kjötsúpur brúkaðar á víxl
við fiskinn til miðdagsmatar. Hinn sami skammtur var ætlaður
körlum og konum sem af öðrum spónamat. Fjórir spaðbitar
voru ætlaðir karlmanninum niðri í súpunni, en konum tveir.
Engvir karlmenn fengu þá morgunbita nema þeir, er gengu á
beitarhús. I skammdegi tíðkaðist sumstaðar, að gefa fólki ein-
ungis tvímælt; mun þá seinni máltíðin hafa verið nokkuð ríf-
legri en ella. Á sumum efnuðum heimilum vigtuðu húsbændur
fólki sínu út til miðdags, vanalega eftir nýár. Náði þá útvigtin
annan hvern dag til páska. Var útvigt vanalega hangið kjöt og
fiskur, viðbit smjör, flot og tólg. Sauðarfallið var ætlað karl-
manni til mánaðar, en kvenmanni hálfu lengur. 2*/2 pund af
smjöri eða öðru viðbiti var karlmanni ætlað til viku, kvenmanni
hálfu minna. Sumir bændur létu slátrið fylgja, átti þá fallið með
slátrinu að endast í 5 vikur. A þessum tíma var brauð ekki
brúkað á heimilum.
1 Svo í hdr.
70