Skagfirðingabók - 01.01.1985, Page 80
SKAGFIRÐINGABÓK
sterk, en ekki mjög fín. Flestallir rokkar voru eftir íslenzka
smiði, munu þeir hafa verið nokkuð tvísýnir að gæðum. Vel-
flestir vefstólar voru stirðir og lurkslegir, skeiðar voru eftir
íslenzka smiði, frá 45—50 — mest 60 reyrar á kvartili.1 Allur
þráður var undinn í hnykla; þótti lítið sælgæti að fá þá forþén-
ustu, því allt varð að steinvinda. Alnatal hverrar voðar var
miðað við þyngd þráðarins; stundum vildi þessi áætlun skjátla.
Auk þess, sem hér er talið, hlaut útbúnað[i] vermanna að vera
að öllu lokið, þá fram á þorrann kom.
Til kvöldskemmtunar á mörgum heimilum var sögulestur eða
rímur kveðnar, hafði fjármaður oft þann starfa á hendi. Þótt
bæði sögurnar og rímurnar væri að ýmsu leyti misjafnar að
gæðum, var þó fólki allmikil skemmtun að hlýða [á] þær.
Fjárbirðing
Um hirðing á sauðfénaði má margt segja, því hún var talsvert
mismunandi. Báru til þess ýmsar greinir, t. d. á fjallajörðum,
þar sem venja var að nota beit, og aftur á sveitajörðum, þar sem
minna far var gjört að því að stunda beit. Og þá var enn hitt,
sem lengst mun viðhaldast, að hirðing og meðferð á fénu var
mismunandi, á öðru heimili betri, en aftur á hinu lakari. Eigi var
þá siður að bera íburð í fé, þar af leiddi, að lömb fengu oft lús
og rifu því af sér ull. Það var því alltítt, að gemlingar að vorinu
voru meira og minna ullarstrúaðir, þótt þeir að öðru leyti væru í
góðum holdum og mættu teljast vel fóðraðir. Víða á fjallajörð-
um var lömbum beitt fram um jól, en þá tekin föst fram í þorra-
lok. A sumum bæjum var lömbum beitt þá hægt var, ef eigi
bönnuðu illviður eða hagaleysi.
Am var beitt vanalega fram að jólum, ef hagi var, og eigi
látnar smakka hey allan þann tíma, ef nokkur tilsjón var. A
sumum fjallabæjum var beitinni á þeim haldið fram allt svo
1 Kvartil= V* úr alin. Orðið reyrar er ekki í orðabókum. I handriti stendur
reirar að því er bezt verður séð.
78