Skagfirðingabók - 01.01.1985, Blaðsíða 86
SKAGFIRÐINGABOK
tré, sem gátu lappað upp á aðgjörð á ýmsu smávegis á heim-
ilum. Olærðir járn- og koparsmiðir voru þó nokkrir. En það
hnekkti mjög hagleiksíþróttinni, hvað smíðatól vóru lítil og
ófullkomin, t. a. m. sást ekki hefill með dopultönn. Sagir voru
grindasög, langviðarsög og ef tvískafta sást, þótti hún hið mesta
afbragð. Klósagir þekktust þá ekki.
Verzlnn gróbamanna í sveitum
Eg hefi hér að framan getið verzlunarviðskipta bænda við
danska verzlunarmenn. I framhaldi af því vil eg nefna innlend
sveitamanna viðskipti. Af því sem sagt er frá verzlunarbirgðun-
um, er auðsætt, að fátækir bændur, sem bösluðu áfram með
lítinn og ónógan búpeningsstofn, hlutu að vera allt annað en
birgir af vistaforða fyrir hús sín á haustin, en til kaupmanna var
eigi fyrir slíka menn að leita sér liðs. Því urðu þessir menn að
leita annarra bragða, sem var að leita viðskipta við innlenda.
Voru það helzt ungir gróðamenn og einstöku vel efnaðir bænd-
ur, er hinir fátæku bændur skiptu við. Var matbjörg sú, er þeir
þannig keyptu, kjöt, slátur og tólg. Verð á saltkjöti 10 pund á 5
fiska (hér um 50 sk.), átti að vera af sauðum. Slátur úr fullorðn-
um sauð kostaði 5 fiska = 50 sk., tólgarpundið í kringum 24 sk.
Þannig fengu fátæklingar fyrir gemling að vorinu 40 pund af
saltkjöti, sömuleiðis þó kjötið væri keypt á blóðvelli. Fyrir
framgengna á í lagi, hálfu meira. Eins má sjá, að fyrir gemling
fengust fjögur sauðarslátur. Sumir keyptu á móti fóðrum. Fyrir
að fóðra lamb eða á fékk fóðurveitandi tvo fjórðunga af kjöti,
fyrir sauðarfóður eitt slátur eða kjötfjórðung. Það orð lék einatt
á sumum seljendum, að kjötið væri ekki ætíð ekta, það sem af
sauðum kallaðist að vera. En þörf kaupanda gjörði vöruna góða
og gilda. Margir af þeim mönnum, sem á þennan hátt höfðu við-
skipti við fátæklinga, höfðu góðan hag af verzlun sinni. Eigi
þótti þá fólki tiltækilegt að borða hrossakjöt; gekk það næst
guðlasti að brúka það til manneldis. Það voru því einasta allra
84