Skagfirðingabók - 01.01.1985, Page 96
SKAGFIRÐINGABÓK
fólk fór að brúka meira brauð til matar en áður, þó eigi í líkingu
við það, er fólk brúkar nú; var það aðeins lítið eitt brúkað með
fiski fram yfir 1860.
Kaupgjald fólks hélzt í líku horfi, því sem áður er frá skýrt,
allt fram um 1850. Hækkun á kaupgjaldi vinnumanna átti rót
sína að rekja til hákarlajakta eigenda frá Eyjafirði. Urðu kaup-
framboð þeirra brátt vinnumönnum hér kunn og þá sjálfsagt að
nota sér slík boð gagnvart þörf bænda til sveita.
Ur verferðum manna suður til sjóróðra fór heldur að draga
eftir 1850; eftir þann tíma vóru færri bændur að tiltölu, sem
gjörðu menn út í ver, en aftur á móti fóru sumir vinnumenn
suður á veturnar fyrir eigin reikning á stundum. Hættu menn
þá að flytja með sér útgjörðina, en annað tveggja riðu lausir eða
gengu suður. Sumarlestaferðum héldu margir bændur fram, allt
fram yfir 1860. Eftir þann tíma urðu þær óalmennari. Um þær
mundir tóku verzlunarmenn á Akureyri að selja bæði Skagfirð-
ingum og Húnvetningum fisk. Sinntu margir bændur því hér í
sýslu, því þeim þótti leiðin styttri að sækja fiskinn þangað en
suður. En þau fiskikaup drógu til þess, að margir bændur héðan
úr sýslu fluttu öll verzlunarviðskipti sín norður til Akureyrar.
Héldust þau viðskipti frá 1860—1880.
Skiildasöfnun bœnda
Það er einkennilegt í búnaðarsögu hinna fyrri manna, að allt svo
lengi sem bændur keyptu fisk sinn syðra og landbóndinn skipti
við sjávarbónda, eru sveitabændur að mestu skuldlausir við
verzlanir. A þeim tíma er lítið um sláturfjársölu til verzlunar-
manna annað en lítið eitt á móti peningum. En þá sveitabændur
léttu þessum viðskiptum og fóru að kaupa harðfisk að verzlun-
armönnum, kom annað hljóð í strokkinn. Harðfiskkaupin
hækkuðu viðskiptareikninga bænda hjá verzlunarmönnum, því
þá var ei lengur hægt fyrir sveitabændur að borga með þeim
vörum, er áður var gjaldeyrir gagnvart sjávarbændum; sú vara
94