Skagfirðingabók - 01.01.1985, Page 121
Gísli í innkaupaferð, staddur yzt í
Króknum, líklega með haframjöls-
dunk sinn íhendi. Ljósm.: Sigurgeir
Snæhjörnsson.
heilsu hans ört. Loks þótti mælirinn fullur og Gísli gamli var
tekinn hálfgert með valdi og fluttur á spítalann. Fyrsta verkið
var að stinga honum í baðker. Menn komu til, fornkunningjar
Lága, vel sterkir, af því hann var svo óþægur að hjúkrunarkon-
ur gengu frá. Þeir skrúbbuðu hann allan, og varð hroðalegur
atgangur að sögn, því Gísli hélt það dræpi sig að fara í bað.
Einhverja daga lá Gísli á spítalanum og héraðslæknir skar í
vörtuna ljótu. En gamla kempan var ekki á því að bæla lengi
sjúkraflet. Þegar sízt varði prílaði Gísli fram úr, tíndi saman
hjölurnar sínar, strauk út á götu og þrammaði beina leið heim
til sín. Þar lifði hann um tíma, og kom enginn við hann nokkru
tauti. Að síðustu, þegar líkamsþrekið var að heita mátti þorrið,
lét hann undan fortölum, lagðist aftur á spítalann, og þaðan
flýði hann ekki í annað sinn.
Seinni legan varð fremur stutt. Þeir sem þá sáu Gísla frá
Lágmúla í tandurhreinum sjúkrafötum, hvítskeggjaðan, kembd-
an og þveginn, með höfuð á kodda, sögðu að hann hefði engum
119