Skagfirðingabók - 01.01.1985, Page 128
SKAGFIRÐINGABÓK
Hér er um að ræða mjög athyglisverðar heimildir, sem aldrei
hefur verið véfengt að væru eftir Kolbein. Þær bera því vitni, að
höfundurinn er stillingarmaður og tala heldur á móti því, að
vanstilling Kolbeins hafi ráðið því, að til orrustu kom í Víðinesi
1208. Um það atriði höfum við annars ekki annað en frásögn
Sturlu Þórðarsonar, og hann lítur svo á, að Kolbeinn hafi ekki
ætlað að láta koma til orrustu, jafnvel þótt Guðmundur riði af
staðnum með seka menn. En svo hafi stilling Kolbeins bilað, er
frýjuorð séra Brúsa dundu á honum.2
Elzta saga Guðmundar. Guðmundar saga A. Þessi saga er
talin vera frá því um 1330—50. Hún er hreint safnrit, sett saman
úr Prestssögu Guðmundar góða, Hrafns sögu Sveinbjarnar-
sonar, Islendingasögu Sturlu Þórðarsonar, Aronssögu og annál-
um. Varðandi tímabilið 1204—1208 hefur þessi Guðmundar-
saga stuðzt við íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar. Sú hug-
mynd hefur reyndar komið fram, að Sturla hafi stuðzt við
einhverja ritaða sögu af Guðmundi, sem hafi verið sett á blað
rétt fyrir miðja 13. öld. Ekki hefur þó þessi hugmynd hlotið
tiltakanlega mikinn stuðning meðal fræðimanna. Fremur munu
menn geta fellt sig við þá hugmynd, að Sturla hafi haft eitthvað
af skrifuðum minnisgreinum um biskupsár Guðmundar.3
Miðsaga Guðmundar og Guðmundarsaga Arngríms ábóta.
Þessar sögur eru væntanlega báðar yngri en Guðmundarsaga A.
Þær styðjast við eldri heimildir og teljast ekki frumheimildir um
deilur þeirra Kolbeins og Guðmundar.4
III
HVAÐ SEGJA HEIMILDIR?
Vi'sur KOLBEINS. Vísur Kolbeins Tumasonar um deilur hans við
Guðmund Arason eru sem hér segir:
Báls kveðr hlynr at Hólum
hvern mann vesa í banni
126