Skagfirðingabók - 01.01.1985, Page 151
Hjónin Porsteinn Magnússon og Anna Jósepsdóttir frá Gilhaga.
Þorsteinn Magnússon fæddist í Gilhaga 18. júní 1885, annað
barn foreldra sinna, Magnúsar Jónssonar bónda þar og Helgu
Indriðadóttur, ljósmóður. Þorsteinn eignaðist ellefu systkini,
og stendur frændgarður hans einkum í Skagafirði, þótt hann
hafi dreifzt nokkuð nú á síðari hluta aldarinnar. Forfeður hans
voru Skagfirðingar í ættir fram, og þó einkum Lýtingar, þ. e.
íbúar Lýtingsstaðahrepps, inndala Skagafjarðar eða innlanda,
eins og góður maður hefur nefnt þennan landshluta. Heimilið í
Gilhaga var mannmargt og hafði það sérkenni, að þangað leitaði
gamalt fólk, til að það mætti hafa nokkurt skjól af Helgu
Indriðadóttur, sem þótti nærfærin við sjúka og aldraða. Vegna
þeirra nánu kynna, sem verða á milli sonar og föður við langar
samvistir, heyrði sá sem þetta ritar ýmislegt um Gilhagaheimil-
ið og lífshætti þar og einstaka menn, sem út af fyrir sig væri
forvitnilegt að rekja, þótt ekki sé staður eða stund til þess hér. I
uppvexti föður míns var gamall maður í Gilhaga, sem tók
Þorstein að sér og veitti honum alla þá umhyggju, sem hann
149