Skagfirðingabók - 01.01.1985, Side 153
VÍSUR SKAGFIRÐINGS
stað kveðskap í Gilhaga, því ekki var Þorsteinn einn um þá iðju
sinna systkina. Jóhann bróðir hans, kenndur við Mælifellsá, var
einnig liðtækur vel og þótt systur þeirra hafi ekki flíkað kveð-
skap, þá er víst, að þeim hefði ekki orðið erfitt að yrkja, og vel
voru þær heima í góðum hlutum á sviði skáldskapar, bæði í
bundnu og óbundnu máli og kunnu vel um að ræða. Man ég
það m. a. að Ingigerður mín á Reykjum var eitt sinn að tala við
mig um kvæði Jóhannesar úr Kötlum um Stephan G., þar sem
hann víkur að því, að „moldugt" skáld vaki ár og öld yfir ljósi
heimsins. Var Jóhannes að vísa til þess að Stephan var bóndi. En
Ingigerður föðursystir tók þetta óstinnt upp og sagði, að
skussar gætu haldið, að Stephan G. hefði gleymt að þvo sér.
Lítið er nú til af skáldskap föður míns frá yngri árum hans í
Gilhaga. Hann leit á slíkt sem dægurflugur, sem ekki bæri að
leggja á minnið. Samt mun hann hafa verið að kasta fram vísum
við flest tækifæri, enda fannst honum það ævinlega mikil íþrótt
að geta ort af vörum fram og án mikillar íhugunar. Hafði hann
fyrir sér dæmin frá Símoni Bjarnarsyni frænda sínum, sem fékk
auknefnið Dalaskáld og hann skrifaði um snotra sögu. Og er þá
raunar kominn til sögunnar annar liður og ekki lítilsverður í
ættfræði skáldskapargáfunnar.
Fyrstu vísurnar, sem Þorsteinn gerði, og enn eru til í minnum
Lýtinga, eru um athafnir systkina hans í Gilhaga. Nú eru
tilefnin auðvitað gleymd, og verður hver og einn að ráða í þau.
Þó er vitað að Ingigerður var í þverröndóttum kjól, og niðurlag
síðustu vísu er eftir Jóhann. Vísurnar frá Gilhaga eru svona:
Þegar Indriði ána fann
endilangan það barst um rann,
faðir vor reis úr rotinu,
rankaði við sér í skotinu.
Ingigerður nam skammta skjótt,
skauzt hún um bæinn þverröndótt.
151