Skagfirðingabók - 01.01.1985, Page 156
SKAGFIRÐINGABÓK
Fá þér lundabaggabita,
blessuð Guðlaug mín.
Aftur á móti lét Þorsteinn sér verða tíðkveðnara um Margréti
systur sína. Segir hann á einum stað:
Margrét Helga, meyjaryndi
mun hún auka hverjum hér.
Kveða og syngja kann með snilldi,
kát og glaðlynd er.
Ekki er ástæða til að rekja lengur vísur frá Gilhaga, enda er af
ýmsu að taka frá þessum tíma. Má þar m. a. minnast á
Sveinsstaðafólkið, en á milli Gilhaga og Sveinsstaða var jafnan
mikil vinátta og hefur það haldizt meðal afkomenda. Þeir
bræður, Sigurður Egilsson, nú látinn, og Björn hafa ýmsu
safnað um Lýtinga, og er þó Björn líklega drýgri í því efni, enda
hefur hann skrifað meira en Sigurður. Hins vegar gerði Sigurð-
ur mikið að því að safna á segulbönd röddum, frásögnum og
vísum gamalla Lýtinga. Hann mun hafa safnað því sem til var úr
gamalli bændarímu eftir Þorstein frá því skömmu eftir alda-
mótin síðustu. Svo vill til, að geymzt hafa fimm vísur um
Sveinsstaðafólk við vað á Svartá, og virðast Gilhagabræður hafa
verið að fylgja fólkinu yfir ána. Ekki kann ég skil á öliu því
fólki, sem minnzt er á í vísum þessum, en veit þó, að þarna hafa
þau verið á ferð húsmóðirin á Sveinsstöðum, Jakobína
Sveinsdóttir og Björn sonur hennar, sem verður áttræður á
þessu ári, og Helgi Daníelsson, kunnur maður í Skagafirði og
Siglufirði, sonur Daníels Sigurðssonar, pósts á Steinsstöðum.
Vaðvísurnar eru svona:
Einn þar veitti öðrum lið,
Indriði sat á Grána.
Eg og Lauga Leví við
lögðum strax í ána.
154