Skagfirðingabók - 01.01.1985, Síða 169
VÍSUR SKAGFIRÐINGS
á ýmsum jörðum, lengst í Jaðri og á Grófargili. Þorsteinn var
um tíma kaupamaður hjá góðbóndanum Olafi Sveinssyni á
Starrastöðum, sem hann mat alltaf mikils, en þá var Þorbjörg
dóttir Ólafs uppkomin og fyrir búi hjá föður sínum. Naut
Þorsteinn, eins og allt kaupafólkið, hins besta atlætis hjá Þor-
björgu. Þá var byrjað að rækta rabbabara og þótti nýlunda, og
gaf Þorbjörg fólkinu slíkan graut. Ólafur spurði hvaðan hún
hefði fengið þennan góða mat, en Þorbjörg svaraði: „Ur garðin-
um, pabbi.“ Það þótti búhöldinum hið mesta þing og lagði að
Þorbjörgu að hafa þennan graut sem oftast. Það gerði Þorbjörg
víst svikalaust, en svo fór seint um sumarið að skorti sykur, sem
auðvitað gat alltaf komið fyrir. Ólafur tók þá dóttur sína til
mildilegrar yfirheyrslu um sykurnotkunina um sumarið og
skýrði hún hana skilmerkilega. „Og svo er það grauturinn, sem
þú vildir að ég gæfi fólkinu sem oftast.“ „Já, hann er nú góður.
Hann kemur úr garðinum,“ sagði Ólafur. „En það þarf sykur í
hann“ sagði Þorbjörg. Og leiddist þá Ólafur í allan sannleika
um ágæti rabbabaragrauts.
Þetta sumar var Bjarni Jónsson frá Merkigarði vinnumaður á
Starrastöðum og kaupakona, sem hét Fríða. Um þau hjúin orti
Þorsteinn:
Bjarni slæðir mikið minn,
má hún Fríða segja.
Hann er æði óprúttinn
elsku gæða drengurinn.
Þorlákur var maður nefndur, Sigurðsson, mikill vinur föður
míns og áttu þeir margt saman að sælda meðan þeir voru
samtíða í Skagafirði. Þorlákur var háður þeim annmarka, að
hann stamaði töluvert, og gat þá orðið næsta sérkennilegur í
andliti; varð undirleitur, pírði augunum upp á þann, sem hann
talaði við og fékk viprur í kringum nefið, eins og þegar menn
ætla að fara að hlæja. Gerði þetta honum ekki auðveldara fyrir.
Hins vegar var Þorlákur alveg óragur við að láta í sér heyra, og
167