Skagfirðingabók - 01.01.1985, Page 179
Hóll á Skaga.
og fatnaðar; fékk ég það einkum greitt í búpeningi og var svo
flest árin mín á Hóli. Þegar ég fór þaðan haustið 1920 átti ég 40
ær og 2 hross. Eg kom aldrei á sjó, en sótti oft inn í Selvík
klyfjar af fiski, sem Sigtryggur lagði ekki inn. A Hóli var alltaf
nóg og gott fiskmeti, ýsa, steinbítur, lúða, hertir hausar
o. s. frv. Sigtryggur og þau hjón reyndust mér afar vel. Hann
var vinnuharður, en gerði mjög vel við sitt fólk og var sérstak-
lega traustur, stóð við allt sitt.
Grasatekja var gríðarlega mikil vestur í Heiði og voru mikið
notuð í brauð, pottkökur, sem bakaðar voru á hlóðum á
haustin. Hökkuð grös voru notuð að þriðjungi móti mjöli.
Lítill tími gafst til lesturs, enda bókakostur takmarkaður, og
engin blöð voru keypt, en stundum bárust gömul blaðaslitur út
á Skaga. Þangað náðu ekki pólitísk hitamál, svo sem símamálið
eða uppkastið.
Skemmtanir voru heldur fáar á Skaga, en þó voru þar haldin
böll, oft á Hrauni, stundum inni á Laxárdal. Bræður mínir léku
þar oft fyrir dansi á harmoniku, og þótti þetta góð skemmtan.
177